[Víkingaferðir Egils] [Kort í Egils sögu] [Egill Skallagrímsson]
 


Um það bil 5 km suður af Lundi fer fram mikill fornleifauppgröftur.  Verið er að grafa upp og rannsaka mannvistarleifar frá tímabilinu 550 - 1000.  Þessi staður kallast nú Uppåkra og virðist hafa verið stærsti bær í Suður-Svíþjóð á sínum tíma.  Fornleifafræðingar telja því að þetta hafi verið höfuðstaður Skáns á síðari hluta járnaldar (en Svíar kalla járnöld allt til ársins 1000).   Fundist hafa ýmsar leifar frá víkingatímum, s.s. skartgripir og skraut.

Lundar er aftur á móti ekki getið í heimildum fyrr en um 990.  Skánn tilheyrði Danmörku fram eftir öldum og talið er að með kristnitöku og tilheyrandi trúariðkun Danmerkur hafi verið reist kirkja í Lundi.  Á 11.öld verður svo Lundur höfuðstaður Skáns.

Var það kannski bærinn Uppåkra sem Egill og félagar réðust á?

Sjá nánar Uppåkra in Chronicles and Sagas
 

  

Uppfært í apríl 2010
Harpa Hreinsdóttir