[Landnám Skallagríms] [Kort úr Egils sögu]
 
 

Borgarnes

Haugur Skallagríms, í friðsælum skrúðgarði Borgnesinga, Skallagrímsgarði.

Á upplýsingaskilti við hauginn er þessi skýringarmynd sem á að sýna hvernig Skallagrímur var heygður.


Þegar gengið er í gegnum Skallagrímsgarð er örstuttur spölur niður í fjöru.  E.t.v. hefur lík Skallagríms verið borið á land hér í þessari litlu vík, rétt fyrir neðan garðinn sem haugurinn stendur í?
 
 

Hér sést lágmynd af Agli Skallagrímssyni, þar sem hann reiðir lík Böðvars, sonar síns, til haugs.  Myndin er við hlið haugs Skallagríms, enda var Böðvar lagður í hann.  Myndina gerði Anne Marie Carl Nielsen en dætur hennar og tengdasonur gáfu íslenska ríkinu hana.  Hér að neðan eru nærmyndir af hluta lágmyndarinnar.

                                    
 

Brákin er minnismerki um Þorgerði brák, ambátt Skallagríms og fóstru Egils.  Talið er að Þorgerður hafi fengið viðurnefni sitt af þeim starfa sínum að elta skinn, þ.e. gera skinn mjúkt með því að draga það fram og aftur í gegnum hring eða boga úr horni.  Verkfærið hét einmitt brák.  Listaverkið er eftir Bjarna Þór Bjarnason og var reist árið 1997.

Hér sést Brákin frá öðru sjónarhorni.


Brákarklettur, þar sem Brák steypti sér til sunds, á æðisgengnum flótta undan Skallagrími.  Nú er brú yfir sundið, yfir Brákarsund.

Hér sést brúin yfir í Brákarey betur.  Vitaskuld var hér ekki brú á tímum Egils sögu, enda geymdi Þórólfur Skallagrímsson skip sitt inni á Brákarpolli, þegar hann kom heim frá Noregi.  Egill hjó á landfestar og skipið rak út á Borgarfjörð.

Loks er mynd sem sýnir hve Brákin er nálægt Brákarsundi.

Hér sést út eftir Borgarnesi.  Litla hvíta húsið, með rauða þakinu, lengst til hægri á myndinni er kallað Granastaðir.  Lengst til vinstri á myndinni sést Sandvík.  Ætli knattleikurinn frægi, þegar Skallagrímur drap Þórð Granason, hafi ekki staðið einhvers staðar þar sem einbýlishúsin á miðri mynd standa nú í röðum?
 
 

Uppfært í apríl 2010
Harpa Hreinsdóttir