[Kort úr Egils sögu] [Kort af Noregi]
Firðafylki í Noregi
og nánasta umhverfi


Berðla:  Þar bjó Berðlu-Kári, tengdafaðir Kveld-Úlfs.
Firðir:  Einhvers staðar þar í grenndinni bjó Kveld-Úlfur.
Atley:  Þarna var konungsbú sem Bárður  nokkur sá um.  Egill lenti í útistöðum við hann eftir að hafa lapið skyr og drukkið bjór ofan í ...
Sólundir:  Þetta eru vogskornar eyjar með mörgum leynivogum.  Þarna leyndust þeir Skalla-Grímur og Kveld-Úlfur áður en þeir héldu til Íslands.  Þeir voru að bíða eftir heppilegum fórnarlömbum, þ.e. einhverjum sem væri þess virði að drepa í hefnd fyrir Þórólf.  Þeir Sigtryggur snarfari og Hallvarður harðfari komu svo siglandi inn Sognsæ, með tilvonandi fóstursyni Haralds konungs um borð (syni Guttorms).
Á Aski í Fenhring áttu bræðurnir Berg-Önundur, Þorgeir haddur og Atli hinn skammi bú.  Egill átti í útistöðum við þá bræður vegna föðurarfs Ásgerðar, en Berg-Önundur var kvæntur hálfsystur Ásgerðar.
Gulaþing er frægt úr mörgum Íslendingasögum.  Þar gerði Egill óskunda af sér, eins og endranær.
 

 
 
 

Uppfært í apríl 2010
Harpa Hreinsdóttir