[Kort úr Egils sögu] [Víkingaferðir Egils]
 


Frísland

Frísland náði áður yfir svæði sem nú telst til Norður-Hollands og norðvestur Þýskalands, ásamt frísknesku eyjunum, sem sjást vel á kortinu.  Þjóðin sem þetta land byggði (og byggir reyndar enn) nefndist Frísir.  Frísir eiga sitt eigið tungumál enn þann dag í dag.  Á víkingatímum var margoft ráðist á Frísland og voru danskir víkingar einna atkvæðamestir í þeim efnum.

Egill fór tvisvar í víkingaferð um Frísland. Í seinni ferðinni  er landslaginu lýst þannig:  „ ... lögðu þeir upp í móðu [á eða fljót] eina þar er illt var til hafna og útfiri mikið. Þar voru á land upp sléttur miklar og skammt til skógar.  Þar voru vellir blautir því regn hafði verið mikið. ... Þar var jafnlendi og sléttur miklar.  Díki voru skorin víða um landið og stóð í vatn.  Höfðu þeir lukt um [umgirt] akra sína og eng en í sumum stöðum voru settir staurar stórir yfir díkin þar er fara skyldi.  Voru brúar og lagðir yfir viðir.“  (71. kafli)  Það er ekki skrítið að menn sem ólust upp á Íslandi og í Noregi hafi tekið sérstaklega eftir því hve landið var flatt og sundurskorið af skurðum.
 
 
 

  
Uppfært í apríl 2010
Harpa Hreinsdóttir