[Egill í Sýberíu]
 
 

Um þessar síður

Þessar síður eru fyrst og fremst ætlaðar nemendum í framhaldsskólum sem lesa Egils sögu.  Síðurnar eru ítarefni, þ.e. eiga að hjálpa nemendum að glöggva sig á ýmsum atriðum í Eglu.  Þær koma engan veginn í staðinn fyrir lestur sögunnar eða hefðbundna kennslu. Vonandi hafa aðrir áhugamenn um Egils sögu líka eitthvert gagn og gaman af.

Í umfjöllun er umhverfi (sögusvið), persónur (einkum út frá ættum og ættartengslum) og tíminn í sögunni lagður til grundvallar.  Reynt er að sýna þessa þætti sem mest á myndrænan hátt og flétta þá saman eins og kostur er.  Vísað er í vefsíður jafnt og prentaða texta.  Í umfjöllun um Egil er reynt að fjalla um hann sem persónu af holdi og blóði, ólíkt því sem hefur tíðkast á síðustu áratugum.

Þetta efni verður seint  fullunnið.  Það á að liggja frammi á vefnum og síðan geta notendur/lesendur sent mér ábendingar um það sem þeir telja vanta eða að betur mætti fara.  Að þessu leyti er útgáfa á vefnum öðruvísi en útgáfa á bók.  Vefsíðurnar á að uppfæra reglulega.
 

Nafn vefsíðanna, Egill í Sýberíu, vísar til þess að efnið er vef, þ.e. í sýndarheiminum svokallaða, en cyberspace var stundum þýtt á íslensku sem sýbería.

Ég hef fengið styrk frá Menntamálaráðuneytinu undanfarin tvö ár til að vinna að þessum síðum og er þakklát fyrir það.

Gert í lok ágúst 2000
 
 
 
 
Uppfært í apríl 2010