Þórólfur Skalla-Grímsson

Þórólfur var manna fríðastur og fremstur, bestur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og var vinsæll alls staðar sem hann kom (hrókur alls fagnaðar).

Voru þeir Egill, bróðir hans, ólíkir að mörgu leyti, t.d. var Egill mjög ljótur og þumbalegur í háttum. En samt sem áður kom þeim mjög vel saman og voru þeir hinir bestu vinir. Fóru þeir í víking saman og er þeir börðust hlið við hlið voru þeir ósigrandi. Vegnaði þeim mjög vel í víking og urðu þeir stórefnamenn á þessum ferðum.

Enda var það svo að þegar Þórólfur féll var Egill ekki við hlið hans. Þeir voru að berjast fyrir Aðalstein Englandskonung á móti Skotum og skipaði Aðalsteinn Agli og Þórólfi hvorum að vera fyrir sinni sveitinni, þó Egill vildi það ekki. Sóttu Skotar svo hratt og vel að Þórólfi að hann féll. Sá svo Egill þegar merkisberi Þórólfs hopaði. Hann grunaði þá fall Þórólfs og geystist í áttina til þeirra og drap flesta menn á leið sinni og alla er þangað var komið. Harmaði Egill mjög lát Þórólfs bróður síns.

Egill og Þórólfur




Laxdæla Snorra Edda Snorri Sturluson