Kennsluáætlanir

Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi

Vorönn 1996

Kennsluáætlun í ÍSL 313

Kennslugögn: Snorra-Edda (Gylfaginning og V-VI og XLV-L í Skáldskaparmálum), Egils saga, Kvasir - glósur eftir Jón Ævar Pálmason. Ýmiss fróðleikur af Veraldarvefnum.

Markmið: Nemendur kynnist nokkrum fornum, íslenskum bókmenntaverkum og læri að meta þau. Nemendur læri að afla sér upplýsinga og koma þekkingu á framfæri á Internet.

Kennsluhættir: Kennari flytur fyrirlestra um bókmenntaverkin. nemendur vinna ýmiss konar verkefni. Lögð er áhersla á að nemendur geti unnið sjálfstætt og með örðum í hópi.

Námsmat: Próf í lok annarinnar gildir 50% en verkefni og skyndipróf á önninni gilda 50%. Vetrareinkunn er þannig samsett: Próf úr Snorra-Eddu gildir 15%, próf úr Egils sögu gildir 15%, fyrirlestur um sjálfvalið efni sem tengist námsefninu (og glósur úr þeim fyrirlestri) gildir 10%, virkni nemenda í vinnu sem tengist vefnum gildir 10%.

Áætlun annarinnar:

  • 1.- 4. vika: Snorra - Edda
  • 5. vika: Próf - fyrirlestrar -Um Internet og veraldarvefinn
  • 6. - 12. vika: Um Snorra Sturluson, Egils saga og vinna við vefsíður
  • 13. vika: óráðið Kennari: Harpa Hreinsdóttir