Mat nemenda

Hvað fannst nemendum?

Í lok haustannar 1995 voru lagðar nokkrar spurningar fyrir nemendur sem tekið höfðu þátt í gerð Fornfræða á Vesturlandi. Hér á eftir fara svör þeirra við spurningu 9; Vertu svo væn(n) að skrifa nokkrar línur um það hvernig þér fannst notkun Veraldarvefsins í verkefnavinnu nemenda í þessum áfanga. Athugasemdir nemenda eru stafréttar og orðréttar.


Strákar í ÍSL 103:

Mjög sniðugt og lærdómsríkt um samskiptamiðil framtíðarinnar

Mér fannst mjög skemmtilegt og frumlegt að setja upp verkefnið okkar á internetið. Mér fannst alls ekki of mikið gert í því að vinna við vefinn og alls ekki of lítið.

Hann var cool, ég sló í gegn við vinnu á honum og var kosinn einróma konungur vefsins (eða var það draumur?) Ég man það ekki. Ó já notkunin var góð.

Mér fannst mjög sniðugt að nota Veraldarvefinn í verkefnavinnu nemenda í þessum áfanga og það hefur aukið áhuga minn á Internetinu, þó að ég sé ekkert mjög heillaður af því.

Mjög skapandi og frumleg aðferð en annars alveg óþörf held ég.

Það var fínt að nota vefinn en aðgangur manns að vefnum er mjög takmarkaður. Til dæmis eru svona u.þ.b. 6 einstaklingar sem einoka tölvuna á bókasafninu.

Mér fannst það nú ekkert öðruvísi en venjulegt verkefni en það er samt sniðugt að setja verkefnin upp í vefnum.

Mér fannst það ekkert sniðugt, ætli aðalástæðan sé ekki út af því að ég kann svo lítið á tölvuna og þess háttar.

Mér finst það mjög sniðugt og frumlegt að nota WWW í kennslu og mér finst að það mætti nota hann í fleiri fögum. Svo haltu því endilega áfram.

Mér fannst sú vinna skemmtileg og mæti hefði mátt vera meiri tíma varið í þetta.

Það var ágætt. Öðruvísi kennsla. Margt nýtt.

Það var frábært á allan hátt. Það var sérstaklega gaman að prófa að vefa sjálfur ... en með því að segja þetta geturðu líklegast fundið út hver skrifarinn er! Það er bara eitt að ... þú mættir ákveða hvort þú notar internet eða veraldarvefur þegar þú talar. Annað var það ekki.

Mér finst alger óþarfi að vera að troða þessum verkefnum inn á vefin þó það geti verið flott.

Mér finnst þetta alveg ofboðslega sniðugt, og hugmyndin einstaklega skemmtileg. Aftur á móti koma nemendurnir sjálfir ekki mikið nálægt því að "vefa" enda eru fáir sem kunna það.

Ég náði aldrei tilgangi þess að eyða Íslensku áfanga í fjölbrautaskóla í að gera einhvern vef. Til hvers? Ég er mikið á móti þessu því ég hafði gert mér miklar og góðar vonir um að áfanginn yrði skemmtilegur og maður lærði eitthvað í íslensku. En svo virðist sem orðið "Íslenska" sé orðið ansi víðtækt eða mistúlkað. Hvað er íslenska í fjölbrautaskólum? Veit það einhver?

Mér fannst hann fínn. Það er skemmtilegt að vita að maður eigi verkefni á vefnum sem maður getur skoðað seinna og gleymast ekki. Notkun vefsins jók líka á fjölbreytileika í tímum.

Mér fannst gaman að fylgjast með uppbyggingu vefsíðna fjölbrautarskólans og einnig að taka þátt í verkinu. Ég hefði verið til í að eyða meiri tíma af kennslunni í sambandi við vefinn.

Mér fannst þetta mjög skemmtilegt en sum verkefnin voru svolítið þreytandi og leiðinleg. En þó var þetta allt mjög skemmtilegt. Og ætti að vera áfram til staðar í þessum áfanga.

Ef þú ætlar að fara að halda áfram að nota vefin í kennslu þá finnst mér að þú ættir að fá fleiri tölvur og fá frekar krakka til að vefa.

Mér fannst hún mjög fræðandi og skemmtileg.

Frumleg kennsluaðferð, sem ég held að hafi hjálpað mér mikið í t.d. Laxdælu. Mér fannst svo bara öll vinna í kring um Veraldarvefinn mjög góð og skemmtileg.


Stelpur í ÍSL 103:

Mér fannst alveg ágætt að vinna við vefinn. Ég lærði ágætlega á hann og mér finnst gaman að fletta upp í honum.

Mér fannst það snyðugt, hvetur til að gera betur.

Þetta var eitthvað sem allir höfðu gagn og gaman af. Það var líka gaman að fá að prófa eitthvað nýtt.

Ég hef í raun lítið að segja um það, nema það var gaman að prófa og læta eitthvað nýtt og allt öðruvísi.

Mér fannst þetta góð tilbreyting og nota tölfurnar. Og hefur örugglega vakið áhuga hjá einhverjum að kynna sér vefinn nánar.

Mér fannst þetta mjög fræðandi og skemmtileg tilbreyting. Mér þykir það gott mál, að við séum byrjuð að læra svona á tölvur, því þær eru jú framtíðin.

Mér fannst þetta verkefni í sambandi við vefinn mjög skemmtileg og einnig mjög sniðugt. Bæði held ég að nemendurnir hafi meiri áhuga á námsefninu, (með þessari aðferð) og læri svo eitthvað nýtt þ.e. notkun veraldarvefsins.

Mér fannst þetta eftir á flott hjá okkur. Nú geta allir séð hvað við erum búin að vinna. En fyrst fannst mér þetta algjör tímasóun.

Mér finnst notkun og uppbygging vefsins vera góð og skemmtileg. Hvetur nemendur til að skila góðum verkefnum og vanda sig. Nýtist vel sem upplýsingar fyrir þá sem kunna að nota hann.

Mér fannst notkun Veraldarvefisins mjög góð og var öll vinna í sambandi við hann skemmtileg. Mér fannt líka gaman að vita að fólk úr öðrum löndum sýndi verkefnum okkar áhuga. Í heildina fannst mér þetta mjög áhugavert.

Ég þekkti og vissi fyrst ekki hvað þetta var en nú hef ég kynnst því er mjög hrifin, mér finnst þetta sjálfsagt í kennslu og einnig nauðsynlegt. Það var gaman að vinna á vefinn og vita af því að fólk kannski úr annari heimsálfu væri kannski að skoða "okkar" vef. Ég tel þetta góða þróun. Og mætti nýta tölvu (Alnet) meira í sambandi við kennslu.

Notkun Veraldarvefsina var misjöfn. Vefurinn var mismikið notaður af nemendum. Gott er að nota Veraldarvefin til verkefna vinnu.

Mér fannst gott að hafa fengið að kynnast þessu aðeins þó hefði ég viljað skoða þetta aðeins betur.

Mér fannst gaman að vinna fyrir vefinn, semja texti og búa til vefíðu í gamni. Mér fannst líka að vinnan með vefinn gaf (næstum því) hverjum í hóp tækifæri að leggja sig fram í því sem hann/hún kunni (teikna, skrifa, tölvavinnu...) og líka að athuga nýja hlutir.

Þetta var mjög fræðandi og skemmtilegt. Áður vissi maður ekki svo mikið um vefinn en núna er maður farin að skilja til hvers og hvernig vinnan er á vefnum. Þetta er líka gott tækifæri að ná til vissra einstaklinga í bekknum sem hafa mikinn áhuga. Af hverju er ekki td framhaldsáfangi sem sérhæfir sig í netinu.

Mér fannst mjög gaman að vinna við vefsíður og svoleiðis. Skemmtilegast fannst mér að búa til eigin heimasíður í Urðarbrunn og Nornad. Mér fannst samvinnan ganga frekar vel í gerð laxdæluvefins o.s.frv.

Ég persónulega hef ekki mikinn áhuga á tölvum og veraldarvef, en ég hef samt ekki andúð á þesu öllu saman. Persónulega fannst mér allt í lagi að nota tölvur þótt að mér þyki það ekkert rosalega skemmtilegt.

Mjög skemmtileg verkefni sem gera það að verkum að maður kafa dýpra í söguna. Þess vegna finst mér ástæða til að nota tölvur í íslenskukennslu - ef þær eru notaðar í þessum tilgangi, þe. að búa til heimasíður ofl.

Þetta var mjög áhugasamt en þar sem nemendur (allaveganna ég) eru að drukkna í lærdómi er ekki til nægur tími til þess að setjast niður og skoða internetið - því miður.

Mér fannst það mjög sniðugt, en ég sá hann bara einu sinni! Þessi vefur er mjög flottur og vel gerður, og ég hef bara ekkert á móti honum að segja.

Í fyrstu fannst mér þetta alveg rosalega ruglingslegt og hélt að þetta væri bara fyrir einhverju tölvubreina, en í rauninni er þetta ekkert svo erfitt, mér fannst mjög sniðugt að nota vefin, því það er nokkuð mikil fjölbreyting.

Mér fannst sumt mjög skemmtilegt og fræðandi en stundum, t.d. í Við Urðarbrunn og Nornadóm fannst mér óþarfi að gera vefsíðu.

Mér fannst þetta mjög fræðandi og skemmtilegt. mér fannst hópvinnan í sambandi við vefin mjög skemmtileg.

Mér fannst hún ágæt en ég er óvön að gera verkefni inn á veraldarvefinn. Þetta var ágæt tilbreyting en mér finnst að það ætti ekki að bindast við tölvuna eina í kennslu en ég er ekki að segja að það hafi verið gert.

Notkun Veraldarvefsin var nokkuð góð þó að ég hefði vilja að fá að skoða vefinn meira.

Mér fannst þetta nýtt fyrir okkur og það var gaman að þetta verkefni var látið inná vefinn því það geta svo margir skoðað þetta og það er líka gaman að skoða þetta sjálfur.

Mér fannst notkun vefsins gera námsefnið miklu skemmtilegra. Maður leggur meira á sig við gerð verkefna ef þau eiga kanski að fara á vefinn.

Mér fannst þetta mjög áhugavert. Það er líka mjög sniðugt að láta verkefni inn á netið því þá sjá aðrir hvað við erum að vinna hér í skólanum.

Mér fannst hún ágæt því maður lærði þó nokkuð af því en það hefði mátt vera kannski aðeins meiri kennsla á Internetið t.d varðandi spjallrásir og svoleiðis.

Mér fannst það koma ágætlega út að nota vefinn til að gera verkefni. Margir lögðu meiri vinnu í þetta en þeir hefðu annars gert ef þetta yrði ekki sett inn á vefinn.

Mér fannst það bara gaman. Að prófa eitthvað nýtt er skemmtilegt og fræðandi. Það fengu allir að sjá vefinn sem vildu sjá hann að ég held.

Mér fannst þetta mjög sniðug hugmynd. Og þetta getur áræðanlega hjálpað öðrum krökkum á næstu árum í áfanganum. Mér fannst þetta mjög gaman.

Aðeins of mikið unnið á vefinn en var samt passlegt.

Mér persónulega fannst frekar leiðinlegt að vinna í eða með þennan vef. Og mér fannst fara full mikill tími af kennslunni í þennan vef, og fannst mér ekki ástæða til.

Mér fannst það alveg ágætt. Það er svona öðruvísi heldur maður hefur vanist.

Mér fannst það mjög fínt, þannig að það gætu fleiri skoðað og dáðst að verkefnum okkar heldur en bara skólinn. Það veitti líka kennslu og fræðslu um vefinn hvernig ætti að nota hann og þess háttar.

Mér fannst það sniðugt, þó að ég lærði ekkert rosalega mikið um vefinn.


Strákar í ÍSL 313:

Í þessum áfanga var í rauninni ekki mikið unnið í vefnum. Ég kom aldrei nálægt honum og hef reyndar ekki enn séð afrakstur annarinnar.

Mér fannst notkun Veraldarvefsins mjög skemtileg og fróðleg. Það var mikil en góð tilbreyting að fá að fikta í Vefnum.

Mjög góð. Þetta eykur á áhuga nemenda hvetur einnig til notkunar á alnetinu. Mætti þó vera betri aðstaða hér til að stunda alnetið t.d. takmarka aðgang sumra nem. Alltaf þeir sömu sem eru á bókasafninu.

Ég hef engan áhuga svo ég er hlutlaus.

Mér fannst það vera ákaflega skemmtilega gert. Margt sniðugt sem fram kom.

Ég var ekki mikið inni í þessum málum en það sem ég sá var mjög gott. Þetta er frábær tilbreyting. Alltaf gaman að fjölbreytni.

Hún var mjög áhugaverð og þarft framtak í íslenskukennslu. Vonandi verður haldið áfram á sömu braut og vonandi smitar þetta út frá sér í aðra áfanga og skóla.

Mér fannst það bæði frumlegt og sniðugt. Því Internetið er svo mikill "alheimsmarkaður lista, bókmennta o.fl."


Stelpur í ÍSL 313:

Mjög skemmtilegt, hefði kannski mátt vera meiri og að nemendur fengju meira að sjá hvernig vefurinn er gerður t.d. aðeins hvernig verkefnin voru sett inn á vefinn og þannig.

Mér fannst ágætt að nota vefinn. Það gerði efnið áhugaverðara og manni fannst maður vera að gera eitthvað í þessum áfanga.

fengum eiginlega ekki sjá mikið af okkar verkefni.

Notkun vefsins held ég að hafi hvatt nemendurnar við að skila sinni vinnu frambærilegri, vitandi það að fullt af fólki hefur aðgang að henni. Auðvitað hefði verið gaman fyrir á þá áhugasömustu að fá fleiri bréf til að svara en það gengur ekki allt alltaf upp, þannig að þegar á verkefnin og vinnuna í sambandi við vefinn er litið, þá held ég að hún hafi verið góð tilbreyting og hvatning.

Mér fannst gaman að nota vefinn en mér fannst allt of lítið sem við fengum að gera ég hefði viljað gera út Eglu líka.

ég kom svo sem voðalega lítið nálægt sjálfum vefnum. Við unnum verkefni og þau voru sett inn á vefinn.

Mér finnst að hún ætti vera meiri. Í byrjun hélt ég að við myndum eyða meir tíma á 'internetinu'.

Ef ég á að segja eins og er þá veit ég voðalega lítið hvað er komið inn á þennan vef. Ég væri alveg til í að læra meira um þetta og væri þá sniðugt að halda námskeið því ég veit að það er erfitt að kenna þetta í íslensku, maður komst aldrei að.

Mér fannst þetta sniðug hugmynd og skemmtilegt að eiga verkefni inni á vefnum. Mér fannst tíminn sem fór í þetta ekki mikill, ef eitthvað var of lítill.

Mér fannst gaman að vinna að vefnum. Það var fjölbreytilegt og skemmtilegt og e-ð sem maður hefur aldrei prófað en vildi gera.

Ég bjóst við að það yrði meira um þetta og okkur yrði kennt meira, af því við vorum á annað borð að þessu. Ég sjálf notaði hann ekki neitt, en hefði alveg eins viljað það. Ég vona bara að þetta verði öðrum til gagns og gaman (að lesa þetta).

Þetta gagnast manni aðeins á þann hátt að maður lærði vel um verkefnið sem maður gerði. Vitandi það að það færi inn á vefinn var eins konar hvatning til nemenda þannig að meira var lagt í verkefni en ella. Þess vegna var þetta góð tilbreyting. Hins vegar náði maður/eða fékk aldrei að skoða afraksturinn.

Þetta er allt í lagi. Samt finnst mér að það ætti ekki að kenna þetta of mikið þú veist. Ég vil ekki horfa þannig á framtíðina að það verða allir með tölvur í tímum og þurfa ekki að gera rassgat né HUGSA.

Ég gerði nú svo sem ekki neitt í sambandi við vefinn en mér finnst þetta sniðugt.

Mjög nýstárlegt og gott að geta fylgt tækninni og unnið með það. Frumlegt.

Mjög skemmtileg og áhugaverð.

Þetta var mjög áhugavert. Það hefði verið gaman ef við hefðum getað tekið meiri þátt í þessu verkefni en til þess þyrfti maður að hafa meiri þekkingu á Internet.

Ég hef ekki mikinn áhuga á veraldarvefnum en fannst samt skemmtilegt að við skyldum geta sett efni úr Snorra Eddu og Egilssögu inn á tölvu. Það var líka ekki erfitt að semja efni inná vefinn.

Mér fannst þetta skemmtileg vinna, og gaman að sjá alls kyns upplýsingar eftir sjálfan sig á vefnum. Þetta var mjög sniðugt, (en ég hefði samt heldur viljað gera vef um, (úr) Egilssögu, hún er nefnilega mikið fjölbreyttari). Þetta var mjög skemmtilegt !!!!

Þetta gekk allt vel og þetta var hæfileg notkun, samt mætti annað hvort sýna eða hvetja nem. til að skoða vefinn meira! Eða reyna að gera eitthvað í þá áttina, það eru ekki nógu margir sem skoða hann.

Mér fannst þetta mjög góð hugmynd, þessi verkefni sem við vorum látin gera og setja inn á veraldarvefinn.

Mér fannst í rauninni að við hefðum átt að fá fleiri tækifæri til að skoða sjálf. Maður náði ekkert að skoða almennilega þegar allir voru svona samansafnaðir í kringum tölvuna, og ég hef í rauninni ekki hugmynd um hvernig þessi texti sem er þarna inni er. Það er ekki séns að komast að inná bókasafni þótt maður feginn vildi, vegna gegndarlausrar einokunnar ákveðinna aðila.

Mér fannst þú ekki skýra nógu vel hvernig ætti að vinna á þetta og ekki vekja nógu mikinn áhuga á að búa til síður. Ég hafði frekar lítinn áhuga á þessu því ég skildi þetta illa.

Vefurinn sjálfur fannst mér reyndar ekki mikið notaður en það var gaman að búa til efni inná hann.

Mér fannst mjög gaman að sjá þegar það var búið að raða öllu inná vefinn. Veraldarvefurinn er rosalega flottur og vel skipulagður. Einnig var líflegt að sjá hvað er mikið notað af litum.

Mér fannst þetta mjög frumlegt og tilbreyting frá hefðbundinni kennslu. Gott framtak af hálfu kennara að kynna þetta fyrirbæri sem var annars algjörlega óþekkt að minni hálfu, og koma námsefninu betur til skila til nemenda.

Mér fannst það mjög gaman og það er ennþá skemmtilegra að vita að fólk annars staðar en á Íslandi getur skoðað og hefur skoðað það sem við höfum gert.

Fleiri hefðu mátt fá "leyninúmer". Frábært að setja verkefni inn á vefinn sem tengdur er öðrum löndum. Gott fyrir samstarf milli nemenda í öðrum skólum erlendis og hér á landi. Skemmtilegt að vera í tilraunhóp þessa verkefnis.

Þetta var fínt, allt saman, en mér finnst það mætti hvetja nemendur til að skoða vefinn meira. Það eru nefnilega ekkert svo margir sem gera það eða reyna það. Allavega lærði ég þónokkuð um það hvernig þetta virkar, en það er kannski ekkert að marka mig því ég vissi ekkert um þetta í byrjun.