Útskýringar

Ég valdi verkefni númer 4, þe.a.s. ég skrifaði bréf frá Auði til Þórðar, bréf frá Þórði til Auðar og bréf frá Guðrúnu til Auðar.

Þessi bréf útskýra sig að mestu sjálf, en svona rétt aðeins til að setja þig inni í þau fylgja smá útskýringar: Þegar Auður skrifar bréfið til Þórðar er rúm vika liðin frá því að hann skildi við hana. Þórður skrifar stuttu eftir að hann fékk bréfið frá Auði og er að reyna að sættast. Síðasta bréfið skrifar Guðrún þegar Auður er nýbúin að reyna að drepa Þórð.

Öll bréfin eru skrifuð í réttri tímaröð út frá sögunni.

Björgvin


Sæll Þórður!

Þetta er skrifað viku eftur að þú fóst frá mér, ég sit hérna ein í húsinu og hugsa um hvað fór úrskeiðis í hjónabandi okkar. Ég get ómögulega skilið hvernig þú gast farið frá mér, án þess að ráðfæra þig við mig. Að vísu höfum við ekki verið mjög náin upp á síðkastið en þú veist vel ástæðuna. Eftir að ég missti fósrtið varð ég bara að fá frið, þ.e.a.s. vera ein og hugsa minn gang.

Ég var loksins að ná áttum þegar þú ákvaðst að skilja við mig. Það er greinilegt að þú elskaðir mig ekki en þú gast alla vega borið smá virðingu fyrir mér og sleppt því að niðulægja mig eins mikið og þú gerðir á Alþingi. Ég meina það, að kalla mig karlkonu og halda því fram að það hafi verið aðalskilnaðarorsökin er þvílíkur aumingjaskapur og svo óheiðarlegt að það hálfa væri nóg. Þú gast vel látið það ógert að kalla mig karlkonu og sagt skilið við mig vegna Guðrúnar Ósvífursdóttur. En svo frétti ég að Guðrún hefði sagt skilið við manninn sinn af svipuðum ástæðum og þú við mig. Er þetta kannski einhver sjúklegur húmor hjá ykkur?

Það er nokkuð ljóst að ég mun ekki gleyma þessu og það er ætlun mín að reyna að eyðileggja hjónaband ykkar á einhvern hátt, mér til skemmtunar!

Kveðja

Auður



Sæl Auður!

Ég var að fá bréfið frá þér. Það er ekki lítið sem þú vorkennir þér, greyið mitt. Kom ég svona hræðilega illa fram við þig, að þú þarft að hóta nýja hjónbandinu mínu öllu illu, loksins þegar ég er orðinn hamingjusamur?

Síðasta ár var mjög erfitt fyrir mig að búa með þér. Það byrjaði allt á því að við misstum fóstrið, að þú lokaðir þig inni í herbergi í hálfan mánuð og komst aðeins fram til þess að fá þér að borða og á klósettið. Það var ekki hægt að tala við þig, þú lokaðir þig frá mér og þá má segja að hjónaband okkar hafi endað.

Síðan, þegar þú komst fram, þá byrjaðir þú að kenna mér um allt sem miður fór. Ég var tilbúinn að reyna og reyna, þar til við eignuðumst erfingja, en það var mjög greinilegt að ekki var hægt að segja sömu sögu um þig. Því að þú vildir ekkert reyna á öllu þessu ári. Og síðan kom þér það á óvart þegar ég skildi við þig af þeim ástæðum að þú værir karlkona, ég meina það var orðið mjög sjaldgæft að ég sæi þig í kjól og eins og ég skrifaði þá nutumst við ekki í meir en ár.

Lokaorð mín eru þessi: Hættu að vorkenna þér og gleymdu mér! Ekki vera feimin við að lifa lífinu eins og þú vilt. Og ég vona að þú eigir eftir að finna hamingjuna eins og ég.

Kveðja

Þórður Ingunnarson



Auður!

Þú ómerkilega dræsan þín! Hvernig gastu vogað þér að reyna að drepa Þórð, fyrrverandi eiginmann þinn, og það á meðan hann var sofandi? Ertu algjörlega tilfinningasnauð eða ertu svoan vitlaus að þú getur ekki sætt þig við að hann elskar mig núna, en ekki þig, ef hann þá gerði það einhverntíma?

Ég væri búin að láta drepa þig ef hann Þórður leyfði það. Ég get ekki skilið það, af hverju hann vill það ekki og þó, hann býr nefnilega yfir mikilli réttlætiskennd, sem þú hefur greinilega ekki, og fannst hann eiga þetta skilið. Það sem þú gerir þetta af því að hann fór frá þér. En það finnst mér ekki, af því að það var altalað hvernig þú varst við Þórð, talaðir á köflum ekki við hann, varst köld og lést hann sofa í gestaherberginu. Þannig að þið voruð svona nokkurn veginn kvitt, eftir að hann skildi við þig, af sökum þeim að þú værir karlkona. En þá komst þú eins og karlmanni sæmdi og særðir hann Þórð minn, þannig að nú getur hann ekki unnið með hægri hendinni og liggur í rúminu meðan hann jafnar sig í geirvörtunum.

Eins og þú ætti að vera búin að átta þig á, þá hata ég þig af öllu hjarta og ef þú kemur aftur nálægt honum eða í okkar hús er mér að mæta.

Með von um allt það versta fyrir þína hönd!

Guðrún Ósvífursdóttir