Þetta er bréf, skrifað er Kjartan og Bolli eru í Noregi og Guðrún býður heima eftir Kjartani. Kjartan skrifar til Guðrúnar og segir henni fréttir um hvað hann hafði verið að gera í Noregi.


Kæra Guðrún

Hér sendi ég þér fáeinar línur til að segja þér frá gjörðum mínum hér í Noregi. Mér hefur vegnað mjög vel. Við tókum Noreg norður við Þrándheim, lögðum inn til Agðaness og hittum þar menn og spurðum tíðinda. Okkur var sagt að höfðingjaskipti voru orðin í landinu. Var þá Hákon jarl frá fallinn en Ólafur konungur Tryggvason til kominn og hafði allur Noregur fallið í hans vald. Við Bolli lögðum inn til Niðaróss skipi okkar. Á þessum tíma voru margir íslenskir menn í Noregi, þetta voru virðulegir menn.

Við hittum Ólaf konung er við fórum til sunds á ána Nið. Við Ólafur fórum í kapp í kaffæringum og ekki munaði miklu. Er ég fór upp úr var ég skikkjulaus og kallaði Ólafur á mig og gaf mér skikkju sína.

Veðráttuna gerði harða um haustið. Var frost mikið og kuldi.

Mikið var um þessa nýju trú er kallast Kristni og var það Ólafur konungur sem var að bjóða hana. Ég var frekar tregur í fyrstu til að taka trúna en nú trúi ég þann vera sannan guð sem konungur býður og fyrir engan mun má konungi tíðara vera að ég taki við trúnni en mér er að láta skírast og það eina dvelur er ég geng nú eigi þegar á konungs fund er frammorðið er dags því að nú mun konungur yfir borðum vera en sá dagur mun dveljast er vér sveitungar látum allir skírast.

Elsku Guðrún mín ég vona að stundir þínar séu ei lengi að líða en sá dagur mun koma að ég kem heim til þín . Mætti ég víkja á að ég yrði glaður maður ef ég fengi örfáar línur frá þér

Kær kveðja

Kjartan Ólafsson.




Bolli skrifar bréf til Guðrúnar er hann er í Noregi og segir frá hvernig honum líður og hvað hann og Kjartan eru að gera. Hann sendir bréfið eftir að Kjartan sendir sitt bréf.


Kæra Guðrún.

Ég sit hér einn inni á herbergi hjá mér og læt mér leiðast á meðan Kjartan er á fundi Ólafs konungs. Kjartan er eflaust búinn að segja þér allar helstu fréttirnar sem hér er að hafa en þó vildi ég skrifa þér bréf og segja þér frá því hvernig okkur líður hérna í Noregi.

Ég er búinn að skemmta mér mjög vel og veit ég að einnig hefur Kjartan skemmt sér vel. Kjartan og Ólafur eru orðnir mjög samrýmdir. Ólafur bað Kjartan um að fara til Íslands og boða þar kristna trú en Kjartan neitaði því, en eflaust hefur Kjartan verið búinn að segja þér frá því öllu. Við Kjartan tókum við kristinni trú. Í fyrstu var ég hálf smeykur því að mér leist siður þeirra mjög veiklegur en Kjartan tjáði mér meira um trúna og féllst ég á það að lokum. Ólafur var mjög ánægður með það. Við vorum skírðir og öll skipshöfnin okkar og fjöldi annarra manna. Þetta gerðist á öðrum degi jóla fyrir tíðir. Ólafur bauð okkur í jólaboð sitt.

Við vorum með Ólafi það sem eftir var vetrarins. Ólafur metur Kjartan umfram alla menn, fyrir sakir ættar sinnar og auðvitað atgervis og er það alsagt að Kjartan sé svo vinsæll að hann eigi sér engan öfundarmann innan hirðar. En auðvitað veist þú allt um það hve vaskur maður Kjartan er.

Kæra Guðrún ég vona að þér liði sem best og ég hlakka allmikið til að hitta þig en þá getum við farið til sunds.

Þinn vinur

Bolli Þorleiksson.




Guðrún skrifar til Kjartans er Kjartan er í Noregi. Bolli er farinn heim og er búinn að segja henni af Kjartani um að hann eigi vingott við Ingibjörgu konungssystur.

Sæll Kjartan minn.

Það var nú gaman að fá bréfið frá þér og fréttirnar allar. Það gleður mig að þér skuli vegna svona vel í Noregi og sérstaklega hvað þér kemur vel saman við Ólaf konung Tryggvason. En eru það ekki fleiri manneskjur sem þér líkar vel við eins og t.d. Ingibjörg konungssystir en hún hlýtur að vera hin vænsta kona?

Fréttir fékk ég upp í hendurnar um að þú ætti vingott við Ingibjörgu, og vegna þessa er ég mjög æst En eigi veit ég hverju ég á að trúa. Þykir mér það leitt ef svo er því að ég var að vonast eftir góðu sambandi á milli okkar. Ég mátti svo sem vita það hvers vegna þú vildir fara einn til Noregs en það var auðvitað til þess að fá smátilbreytingu í ástarlífið.

Kæri Kjartan ég vona að þetta sé eigi satt og þú farir að koma heim því að ég sakna þín mjög.

Þín ástkæra

Guðrún Ósvífursdóttir.