Útskýringar

Bolli ætlaði að senda Kjartani fyrsta bréfið meðan hann var á Hóli, hjá Auði. Bréfið komst aldrei til skila.

Í næsta bréfi sendir Guðrún Þorkatli á Hafratindum í Svínadal ábendingu um vígið svo hann geti horft á, til þess að einhver geti sagt henni hvernig bardaginn fór.

Þriðja bréfið skrifar Kjartan meðan hann dvelst á Hóli en þetta bréf var aldrei sent og það geymdi Auður á Hóli til æviloka.

Jónas




Kæri Kjartan

Ég skrifa þér þetta bréf því ég hef miklar áhyggjur af lífi þínu.

Eftir að þú hafðir sagt Þórhöllu málgu frá ferðum þínum þá kom hún hingað á Laugar og sagði Ósvífurssonum frá ferðum þínum og ég hugsa að þeir ætli að sitja fyrir þér einhvers staðar á leiðinni heim. Ég bið þig um að fara varlega og fá eins marga menn og þú getur frá Auði á Hóli til þess að fylgja þér heim.

Nú vil ég minna þig á að það varst þú sem skildir Guðrúnu eftir á Íslandi meðan þú varst í Noregi að skemmta þér svo mér finnst að þú hafir ekki átt það skilið að gifstast henni. Vil ég sættast við þig, látum ekki kvenmenn eyðileggja góðan vinskap!

Þinn Bolli




Kæri Þorkell

Ég sendi þér þetta bréf því ég ætla að láta bræður mína fimm og Bolla, eiginmann minn, vega Kjartan Ólafsson. Einnig verða með í för báðir synir hennar Þóhöllu málgu, þeirrar frægu kjaftakerlingar.

Þessi bardagi skal verða einn sá harðasti sem um getur í Íslandssögunni, miðað við fjölda manna.

Þennan bardaga vil ég að þú horfir á en þú mátt aðeins taka einn mann með þér svo það líti ekki út fyrir að þú hafir vitað af bardaganum fyrirfram. Helst skal það vera þræll sem fer með þér en það má svo sem vera einn skitinn smalasveinn!

Eftir bardagann skaltu síðan flýta þér heim að Laugum og segja mér úrslitin svo ég geti haft mig til ef bardaginn endar rétt.

Kær kveðja

Guðrún



Kæri Bolli

Ég sendi þér þetta bréf því ég hef verið að hugsa okkar mál. Ég geri þér þetta tilboð:

Ég vil að við flytjumst til Írlands því faðir minn Ólafur sagði að Mýrkjartan hefði sagt honum að ef einhvern tíma væri hann eða hans ættingjar í vanda staddir mættu þeir leita til sín eða hans sona um að fá jarðarskika á Írlandi.

Ef þú hafnar þessu tilboði eigum við báðir eftir að hljóta bana af . Ef þú hins vegar þiggur það þá legg ég til að við flytjumst báðir til Ólafs föður míns en segjum skilið við konur okkar. Í sumar höldum við síðan til Noregs og fáum skip hjá Ólafi Tryggvasyni og höldum til Írlands þar sem við munum setjast að og fara í víking til Englands með Írum.

Þinn vinur

Kjartan