Útskýringar.

1. Bréf Bolla til Kjartans er skrifað þegar Bolli er nýkominn heim frá Noregs konungi en Kjartan er enn gísl í Noregi. Bolli reynir að segja honum að koma ekki til Íslands því hann ætlar að krækja í Guðrúnu. Bréfið er skrifað að sumri til á árinu 1000.

2. Bréf Guðrúnar til Kjartans er skrifað á svipuðum tíma og Bolli skrifaði til Kjartans. Kjartan er gísl í Noregi þegar Guðrún reynir að fá hann heim til að giftast sér en giftist Bolla eftir að hann taldi henni trú um að Kjartan væri að vingast við Ingibjörgu konungssystir

3. Bréf Kjartans til Bolla er skrifað rétt áður en þeir fóru að utan til Noregs. En þá hafði aðeins slest upp á vinskapinn milli þeirra og Kjartan reynir að koma sáttum, en það er örugglega í fyrsta og síðasta sinn sem hann reynir það.

Karen Lind




Íslandi 15.júní 1000

Sæll og blessaður Kjartan

Er ég nú nýkominn til Íslands og hér er allt með ró og spekt. Veðrið er ekki upp á marga fiska en sól gægist öðru hvoru. Hér er lítið hægt að hafast við en maður finnur samt alltaf eitthvað verk að vinna. En eins og ég sagði þér áður en ég fór frá Noregi þá manst þú fátt það er á Íslandi er til skemmtunar á meðan þú hefur Ingibjörgu konungssystur. Er hún hin fríðasta í Noregi og ekki leyndist mér áhugi hennar í þinn garð, og hvet ég þig nú, því hvergi munt þú finna kvenkost betri þar í landi en hana Ingibjörgu, því er hún fríðust og best ættuðust að öllum konum.

Það er nú meira um góða kvenkosti í Noregi heldur en hér á Íslandi. Héðan hrökklast menn í burtu í kvennaleit, því lítið er um fríðar konur og vel ættaðar. Maður ætti ekki að stoppa við hér lengi því kvenmannslaus ætlar maður ekki að vera alla ævi. Því væri best að ég kæmi út aftur til þín og við færum og ferðuðumst meira áður en við festum okkur sess einhverstaðar hér á Íslandi. En brátt fer bréfi þessu að ljúka því blek mitt er að verða búið. Frændur okkar biðja að heilsa, þeir senda þér kveðju sína

Kveðja

Bolli Þorleiksson




Íslandi 20.júní 1000

Sæll Kjartan

Héðan af Íslandi er allt gott að frétta. Hér ríkir mikil gleði vegna 1000. ársins, og allskyns uppákomur hafa verið í allt sumar. Hér eru allir mjög heillaðir af kristnitökunni sem þeir Gissur hvíti og Hjalti Skeggjason eru í þann veginn að bjóða. En annað hljóð er í Íslendingum núna en áður. Því eftir að svo margir í öðrum löndum hafa tekið krisni, þá þykir okkur Íslendingum sjálfsagt að gera það líka. Hér er veðrið alveg yndislegt, blómin blómstra eins og hlaupandi engisprettur og sólin er alltaf hátt á lofti og heiðskýrt er alla daga. Grasið hefur sjaldan verið grænna en akkúrat núna í sumar og bændur og dýr eru hæstánægð.

Þykir þér sennilega undarlegt að fá bréf frá mér núna, því ekki fyrr? En ástæðan er sú að ég sakna sárt samverustunda okkar á Laugum og biðin eftir þér er á þrotum. Skemmtilegt var það þegar við hittumst þar og eigum við margar góðar minningar þaðan. Ég fer oft þangað í þeirri von um að allt í einu munir þú birtast, en svo hefur aldrei gerst. Því held ég áfram að fara í laugina á Laugum í þeirri von um að þú munir einhverntíman birtast. Bið mín hefur verið löng og ég veit að þú ert sennilega á leið til Íslands í bráð og hlakka ég mikið til að hitta þig eftir svona langa fjarveru. Með von um að þú farir að láta sjá þig sem fyrst.

Ástar- og saknaðarkveðja

Guðrún Ósvífursdóttir




Íslandi 6.apríl 995

Sæll Bolli

Veit ég nú ekki alveg hvers vegna ég skrifa þér þetta bréf en allt í einu fannst mér þörf á því. Ég læt þig allt of sjaldan vita tilfinningar mínar til þín og líka vegna þess að ég kem allt of sjaldnan til þín eftir að slest hefur upp á vinskapinn milli okkar, kannski líka aðeins að sýna þér og mér hvernig lífið getur stundum verið því það er ekki alltaf dans á rósum.

Þegar þú birtist inn á heimili okkar kom sólin til okkar. Þú hefur verið mér og fjölskyldu minni til ánægju. Vin sem þig á enginn skilið. Þú sem lékst alltaf við mig þegar við vorum yngri, þú sem ég eyddi öllum mínum stundum með, þú sem varst alltaf til í að keppa í hvaða grein sem er og hafðir alltaf þolinmæði í að tapa fyrir mér og varst alltaf til í að keppa aftur og aftur, til þess eins að reyna að sigra mig. Þú, bróðir minn, ert allt sem ég á og það besta sem hefur komið í líf mitt. Ég nýt allra stunda með þér líka þó svo aðeins slettist upp á vinskapinn milli okkar en báðir vitum við að það er aldrei neitt alvarlegt því þú eða pabbi komið alltaf sáttum á milli okkar. Sem betur fer gerist það örsjaldan.

En í þetta sinn ætla ég að reyna að koma sáttum á milli okkar og reyni ég að gera það með þessu bréfi, með því að sýna þér hversu mikið ég met þig sem bróður og besta vin. Þar sem við höfum ávallt átt sannan vinskap vonast ég til að sá vinskapur muni vara að eilífu.

Þinn bróðir

Kjartan