Útskýring

Í þesum bréfum er ég hef skrifað hef ég reynt að setja mig í spor þeirra persóna sem um er að ræða. Og um leið þó passað mig að ekki komi fram að ég viti úrslit sögunnar.

Eftirfarandi bréf eru frá:

-Bolla til Guðrúnar; Bréfið er skrifað stuttu áður en þeir bræður halda til Noregs en þó eftir að Kjartan neitar Guðrúnu um að koma með þeim. Bréfið kemst aldrei til skila.

- Guðrúnu til Kjartans; Bréfið fær hann afhent stuttu áður en hann og fylgdarlið hans halda "úr höfn" á leið til Noregs.

- Kjartani til Bolla; Bréfið er afhent um það leyti er Bolli er á leið til Íslands frá Noregi en Kjartan verður eftir sem gísl hjá Noregskonungi.

Soffía




Guðrún Ósvífursdóttir

Á hverjum þeim degi er ég fæ þig augum litið líður um mig sæluhrollur. Ó þinn líkami, þitt andlit, þín augu, þín undursamlega rödd, ó þú.

Ást mín á þér er svo heit að ég efa að nokkur maður hafi elskað svo heitt nokkra manneskju áður, svo miklar eru tilfinningar mínar til þín.

Innst inni veit ég að þú gætir einnig borið heitar tilfinningar til mín. Þó er galli á gjöf Njarðar; ekki vil ég samt baktala ástkæran bróður minn, en það verður að viðurkennast að hann stendur í vegi fyrir ást minni (okkar).

Mín kæra Guðrún, aldrei myndi hugsun mín ná svo langt að þú myndir ekki fylgja mér hvert um heim sem er, værir þú mín, en þá svívirðu hefur bróðir minn kær sýnt þér og látið sem svo fögur kona sem þú ert sé bara sjálfsagður, tilfinningalaus hlutur. Hlutur sem hann ætlar að geyma, uns honum hentar.

En allir vita að sú för sem við leggjum brátt í er alls ekki hættulaus og Óðinn einn veit hvernig fer og hvort forlögin verði okkur hagstæð eða ekki.

Aldrei myndi ég skilja þig eftir einhvers staðar, ekki í návist minni, væri þú mín.

Með ósk um heila daga meðan dvelst ég í Noregi.

Kveðja

Bolli

Vindurinn er ást mín,

gleði mín er sólin,

grasið tár mín,

regnið hugsun mín,

...líf mitt ert þú!




Kæri Kjartan

Reiði mín í þinn garð er mikil og sár mjög vegna orða þinna; Þú segist unna mér, heimsækir mig oft, en neitar mér samt að koma með til Noregs. Aldrei hef ég vitað mann er ann konu svo mikið að hann vill ekki hafa hana í návist sinni.

Og ekki vantar þig kjarkinn. Ég get fengið hvern þann er mér hentar, enda ber ég af í fegurð og glæsileika, en þú telur þig það góðan að ég muni bíða þín.

Ef ég tel þess þurfa og finn löngun til þá giftist ég þeim er best býður, og mun ég nota þau tækifæri er mér bjóðast til að koma mér til valda og í hærri ættir. En þó hefur þú loforð mitt um að sama hvernig fer, og ef ske kynni að ég sé lofuð er þú aftur snýrð, þá lofa ég þér samt að vera þér ávallt trú í huga og hjarta og mun ég ekki lofast neinum manni fyrr en þolinmæði mína þrýtur í að bíða þín. Því ekki ætla ég að pipra ef þú snýrð ei aftur heim. Mundu þó að ef ég skal vera þér trú þá ætlast ég þess sama af þér.

Ég vona að þú vitir að ég ann þér en ætla ekki að láta það eyðileggja eitthvað fyrir mér.

Því legg ég von mína í að þú snúir sem fyrst heim og er þú heim snýrð þá væri nú ekki verra ef þú myndir færa mér skart er prýða mun konu eins fagra og mig, svona til að tryggja áframhaldandi ást mína á þér.

Góðar farkveðjur

ÁST

Guðrún Ósvífursdóttir

xxx sakna þín

mundu hugur minn dvelur hjá þér

xxx




Kæri Bolli

Nú er þú ferð þá finn ég trega í hjarta mínu. Við höfum aldrei verið aðskildir og nú heldur þú heim en ég verð hér enn um sinn. Ekki það að mér muni líða illa í haldi konungs því við þrjú, Ólafur, Ingibjörg og ég, erum öll mestu mátar.

Ástsæll bróðir minn, ég vona að ferðin muni ganga eins og best er á kosið og þú verður að bera öllum mínar kveðjur, segja þeim að mér heilsist vel, ástæðu fyrir áframhaldandi dvöl minni hér og ekki gleyma Guðrúnu, berðu henni kveðjur mínar, eldheitar, minntu hana á, sé hún ólofuð er þú kemur heim, að ég komi von bráðar, segðu henni að halda í vonina, bíða aðeins, segðu henni einnig að ég hafi verið henni trúr og, minn kæri Bolli, líttu eftir henni fyrir mig. Þó að við tveir vitum að "smáóhöpp" gerist stun dum þá bið ég þig fyrir alla muni að segja Guðrúnu ekki frá því, enda gerðist þetta ekki oft og fljótt urðum við aðeins góðir vinir og eins og þú veist skaðar ekkert hana svo lengi sem hún veit ekkert, þú veist hvað ég meina... Ingibjörg er vissulega kona fönguleg og vænn kostur en Guðrún er sú sem ég vil, enda eigum við best saman af öllum, þ.e. berum bæði af öllum í sambandi við fegurð, glæsileika og gáfur. Líkur sækir líkan heim sagði pabbi eitt sinn og fer ég nú eftir minni innstu sannfærignu og ákve ð að fá Guðrúnu. Varla hefur hún litið á annan mann? Því ég er sá er allar konur dreymir um, en ekki má gleyma þér, Bolli minn, auðvitað ert þú glæsilegur og allt það, en ég er bara þannig frá náttúrunnar hendi, ætlaður til að bera af í hæfileikum, þó þú eigir vitanlega skilið að fylgja mér fast á hæla, enda ert þú gæddur mögrum hæfileikum og saman erum við hið glæsilegasta teymi sem talað er um.

Ég veit hve gaman verður að koma heim og hitta alla er heima bíða, ég finn það nú er þú ferð, að á Fróni er margs að sakna, líkt og foreldra og bræðra. En ég finn í hjarta mínu að Ólafur konungur muni fljótlega láta okkur lausa úr farbanninu, og þá kem ég heim og aðskilnaður verður ekki meiri, alla vega ekki svo mikill að við munum dveljast hvor í sínu landinu, þó við munum eflaust kvongast fljótlega, ég Guðrúnu og þú einhverri er þér líkar, og ekki hygg ég að við munum vera í býlum saman. Þó á það eftir að koma í ljós, líkt og svo margt annað.

Hafðu það gott

heillaóskir, bið að heilsa

þinn ástsæli og tryggi frændi og bróðir

Kjartan Ólafsson