Ólafur pá tekur við búi á Goddastöðum

Nú í vor tók Ólafur pá við búi á Goddastöðum. Þórður goddi varð sóttdauður og fékk Ólafur arf eftir uppeldisföður sinn.

Ólafur keypti nú fyrir stuttu land Hrappsstaða af Þorkatli trefli og reisti sér hús á landareigninni. Það sem verra var fyrir Ólaf var að Hrappur Sumarliðason gekk þar aftur. Ólafur pá er hins vegar þekktur fyrir allt annað en að gefast upp. Hann lét grafa Hrapp upp og brenna lík hans og með því móti kvað hann Hrapp í kútinn. Þau hjónin, Ólafur og Þorgerður, búa nú óáreitt í Hjarðarholti, eins og þau kalla jörð sína nú.