Hrútur Herjólfsson drap Eldgrím frá Eldgrímsstöðum

Til tíðinda dró í Laxárdalnum þegar Hrútur Herjólfsson drap Eldgrím frá Eldgrímsstöðum.

Eldgrímur hafði skömmu áður komið til Þorleiks Höskuldssonar, sem er bróðursonur Hrúts, og vildi fá frá honum hross, sem hann hafði fengið að gjöf frá galdrahyskinu Kotkatli og Grímu. Þorleikur vildi alls ekki selja hrossin, jafnvel þó að Eldgrímur byði honum mikið fé fyrir.

Svo var það morgun einn að Hrúti berst sú frétt, að maður hafi sést ríða þar sem hrossin hans Þorleiks voru á beit. Hrútur fór á staðinn með spjót gullrekið sem Haraldur konungur hafði gefið honum. Hann hittir Eldgrím og kom til bardaga eftir orðahnippingar. Hrútur var Edlgrími að bana, en það verður að teljast mikil hetjudáð, þar sem Hrútur er áttræður að aldri.