Guðrún

Guðrún Ósvífursdóttir var vænst kvenna er upp óxu á Íslandi, bæði að ásjónu og vitsmunum. Hún var kurteis og örlynd kona.

Þegar Guðrún var fimmtán ára hitti hún Gest Oddleifsson sem var höfðingi mikill. Hún lét hann ráða fjóra drauma fyrir sig sem henni þóttu einkennilegir. Þessir fjórir draumar voru fyrir hjónaböndum hennar og réð hann þá þannig að öll yrðu þau stutt. Annað hvort myndu þau enda með skilnaði eða dauða.

Fyrsti eiginmaður hennar var Þorvaldur, annar Þórður Ingunnarson, þriðji Bolli Þorleiksson og sá fjórði Þorkell Eyjólfsson. Hún elskaði þessa menn mismikið en í raun elskaði hún Kjartan mest. En ástæðan fyrir því að hún giftist honum ekki var sú að Bolli laug því að henni að Kjartan hefði verið með Ingibjörgu í Noregi, þannig að Bolli neyddi Guðrúnu næstum til að giftast sér. Þegar Kjartan kemur heim og Guðrún er búin að giftast Bolla giftist hann Hrefnu og gefur henni motur sem hann ætlaði að gefa Guð rúnu. Guðrún verður mjög sár yfir því og í boði Ólafs pá hverfur moturinn á grunsamlegan hátt og er talið að Guðrún hafi staðið á bak við það.

Seinna eggjar Guðrún bræður sína til að drepa Kjartan og hún hótar að skilja við Bolla ef hann taki ekki þátt í aðförinni að Kjartani. Bolli drepur síðan Kjartan þó að hann vilji það ekki. Þorgerður, móðir Kjartans, eggjar síðan syni sína til að drepa Bolla. Þeir safna liði og drepa hann. Guðrún er þá ófrísk. Hún elur son er hún skírir Bolla og ráðgerir að láta hann og Þorleik, eldri bróður hans og son Bolla, hefna föður síns og ráðast á þá er voru í aðförinni að Bolla Þorleikssyni.

Guðrún giftist Þorkatli Eyjólfssyni eftir að hafa svindlað á Þorgils Höllusyni með því að biðja hann um að drepa einhvern af þeim sem réðust á Bolla en í staðinn lofaði hún að giftast engum öðrum manni samlendum en honum og hún myndi ekki giftast til útlanda. En svo vildi til að Þorkell Eyjólfsson dvaldi erlendis þennan tíma. Svo þegar hann kemur til landsins kemur Snorri því til leiðar að þau giftast, því hann hafði ekki verið á Íslandi þegar samningurinn var gerður.

Þau giftast síðan og eignast einn son sem þau nefna Gelli. Þorkell deyr svo þegar hann er að fytja timbur á skipi, það kemur vont veður og skipið sekkur. Guðrún sér þá áhöfnina afturgengna.

Guðrún gerist trúkona mikil og biður oft bænir um nætur úti í kirkju. Hún gerist síðan nunna, fyrst kvenna á Íslandi, og einsetukona. Hún varð háöldruð og var blind síðustu æviárin.



Egils Saga Snorra Edda Snorri Sturluson