Helstu persónur

Ketill flatnefur hét maður er bjó í Raumsdal í Raumsdælafylki. Hann átti dóttur er hét Unnur djúpúðga. Teljum við hana vera ættmóður Laxdæla. Barnabarnabarn hennar, Höskuldur Dala-Kollsson á Höskuldsstöðum, afrekaði það að eignast eina af aðalpersónum sögunnar, Ólaf pá. Hann var mikið afbragð annarra manna í útliti, vitsmunum og öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Ólafur giftist Þorgerði, dóttur Egils Skallagrímssonar, og eignuðust þau son að nafni Kjartan. Ólafur var frábær í alla staði en Kjartan sló alla út!! Þau bjuggu í Hjarðarholti. Bolli hét maður sem kom í fóstur hjá Ólafi pá og Þorgerði, en þess má geta að faðir hans Bolla, Þorleikur Höskuldsson, var hálfbróðir Ólafs pá. Einnig er kynnt til sögunnar Guðrún Ósvífursdóttir , sem varð síðar eiginkona Bolla.

Guðrún Ósvífursdóttir, Bolli Þorleiksson og Kjartan Ólafsson eru í raun aðalpersónur sögunnar. Hápunktur sögunnar er þegar þeim þrem lendir saman.

Flestar persónur í Laxdælu eru fallegar og vel stæðar en þó fylgja nokkrir svartir sauðir.

Skyldleiki Guðrúnar, Bolla og Kjartans

Afkomendur Unnar djúpúðgu



Egils Saga Snorra Edda Snorri Sturluson