NJÁLU - fréttir
Dagfari

Kæri Dagfari

Ég geti nú ekki lengur orða bundist yfir framferði Gunnars á Hlíðarenda. Ég spyr mig þessarar spurningar: Hvert stefnir þjóðfélagið ef aðeins er hlustað á einn mann?

Gunnar leysir öll sín deilumál með því að skora á hólm eins og hann lifi fyrir að sýna sig. Hann veit að hann er manna bestur í bardaga og gefur því engum færi á að koma sínu máli á framfæri á þingi. Ég held að virðing fólks fyrir Gunnari sé yfirborðskennd og sé í raun hræðsla. Allar þær gjafir sem fólk gefur Gunnari eru bara trygging þeirra fyrir áframhaldandi lífi, til að eiga ekki í hættu að lenda upp á kant við hann. Þurfa ekki aðrir í þjóðfélaginu á góðvild manna að halda en Gunnar? Réttast væri að svipta hann virðingunni og koma henni til réttra manna í þjóðfélaginu, til þeirra sem eiga hana skilið. Þetta ástand er hreint og beint óþolandi fyrir menn í minni stöðu.

Virðingarfyllst

Mörður Valgarðsson GOÐI
Hofi 1.

Hildur, Vigdís, Eva Dögg og Helga


Kæri Dagfari

Ég hef fengið mig fullsaddan! Nú er mér virkilega misboðið. Hvað í ósköpunum er að gerast í þessu þjóðfélagi? Ég bara spyr!

Tvær kellingar hér í sveitinni, ég nefni engin nöfn, köllum þær bara Hallgerði og Bergþóru, standa fyrir endalausum drápum á saklausum sveitungum. Ég spyr: Er maður óhultur fyrir þessum glæpakvensum? Ja, ég þakka bara fyrir það að eiginmenn þeirra eru svona siðaðir og þroskaðir í þessum máli. En þetta er náttúrlega allt í höndum kvenna þannig að ég sé bara eina lausn á þessu máli: Ærlega hirtingu á Alþingi!

Nú skora ég á eiginmenn þeirra, köllum þá Gunnar og Njál, að sýna sóma sinn í því að veita þeim þessa lausn mála!

Sturla Vigfússon

Þetta sömdu Egill, Skúli og Elvar


Fletta áfram...
Fletta til baka...
Aftur á forsíðu...