Óðinn

Óðinn er æðstur ása og er kallaður Alföður. Óðinn og bræður hans, Vilji og Vé, sköpuðu alheiminn og einnig fyrsta mannfólkið. Óðinn er alvitur vegna þess að hann fékk sopa úr Mímisbrunni en hann lét annað augað fyrir og liggur það nú á botni Mímisbrunns. Það er ekki hægt að öðlast meira vit og krafta en Óðinn hefur.

Kona Óðins heitir Frigg Fjörgynsdóttir og þau eiga saman soninn Baldur. Að auki á Óðinn Þór, Vála og Víðarr. Allir æsir eru komnir af Óðni.

Óðinn býr í Valhöll. Á hverjum morgni sendir hann hrafna sína, Hugin og Munin, út um allan heim að afla frétta. Þeir koma til baka í morgunverð, setjast hvor á sína öxl Óðins og hvísla að honum öllu því sem þeir sáu og heyrðu. Þar sem vín er Óðni bæði matur og drykkur þá sitja Geri og Freki, úlfar Óðins, við hlið hans og borða matinn hans. Hestur Óðins heitir Sleipnir og hefur hann átta fætur.

Í heimsendi lendir Óðinn í gini Fenrisúlfs og verður það hans bani.


Laxdaela Egils Saga Snorri Sturluson