Egils saga

Egils saga eða Egla eins og hún er kölluð er talin hafa verið rituð á öndverðri 13. öld í Borgarfirði, af Snorra Sturlusyni.

Í Eglu segir frá Agli Skallagrímssyni og uppvaxtarárum hans á Borg á Mýrum, þar sem hann verður strax mikið skáld og bardagamaður. Egill ferðast víða á sínum yngri árum, um Norðurlöndin, Eystrasaltslöndin og England og deilir þar við merka menn. Hann nær háum aldri og deyr á Mosfelli undir lok 10. aldar.

Egils saga er einkum þekkt fyrir mikinn og fornan skáldskap sem hún hefur að geyma. Hún er sögð náskyld konungasögum en einmitt þess vegna er Snorri talinn höfundur hennar. Nokkuð mörg handrit Eglu hafa verið rituð frá 13. öld en einungis tvö þeirra frá 19. öld eru varðveitt í Landsbókasafninu. Eldri útgáfur en frá 1700 eru geymdar í erlendum bókaskemmum.