Ólafs saga

Snorri skrifaði Ólafs sögu helga um 1230. En Ólafur helgi var konungur í Noregi frá 1015 til 1030. Ólafur kláraði að kristna Norðurlöndin og var gerður, í framhaldi af því, að dýrlingi.

Í Ólafs sögu helga skrifar Snorri aðallega um víkingaferðir og konungdóm Ólafs, en dregur úr helgisögum. Ólafs saga helga var felld inn í Heimskringlu, en þar er hún í styttri útgáfu.