Kennsluvefir Hörpu Hreinsdóttur

Völuspá


 


Þessi vefsíða var upphaflega sett upp 13. nóvember 1999 og var hugsuð sem ítarefni fyrir nemendur mína í ÍSL 313 við FVA. Ætlast er til að nemendur lesi einhverja skólaútgáfu Gestaþáttar Hávamála, með orðskýringum.  Langt er síðan ég komst að því að orðskýringar duga flestum nemendum engan veginn til að skilja vísurnar.  Sjálfri þykir mér miklu skemmtilegra að eyða kennslustundum í annað en staglast á aukaorðskýringum. Þess vegna hef ég búið til glærur sem byggja einkum á tvennu:  Annars vegar raða ég vísuhelmingum í venjulega orðaröð (og ef ástæða þykir til bæti ég inn orðum í hornklofum);  Hins vegar endursegi ég efni vísnanna á máli sem nemendur skilja.  Kann að vera að einhverjum þyki þar full óhátíðlega til orða tekið ... jafnvel eru brúkaðar slettur.  Þeim sem svo hyggja ráðlegg ég að halda sig við hefðbundnar skólaútgáfur.  (Sjálf tel ég að ekki megi umgangast eddukvæði af svo mikilli virðingu að þau verði á endanum steindautt menningarefni, einungis fyrir fræðimenn.)  Öðrum kennurum og nemendum er frjálst að nota þetta efni til náms og kennslu svo lengi sem þeir eigna sér það ekki.
 
Hér eru glærurnar

Hér er vísað í efni Fornra fræða sem fjallar um Hávamál.
 
 
 
 
 

Uppfært í ágúst 2010.
Harpa Hreinsdóttir.