[Laxdæla] [Íslendingasögur]

Yfirnáttúruleg fyrirbæri í Laxdælu


Skoðaðu 10. og 17. kafla;  Hvaða máli skipta frásagnir af afturgöngu Hrapps?

Hvaða máli skiptir sverðið Fótbítur og álögin sem lögð eru á það?  (Sjá 30. kafla.)

Lestu um uxann Harra (í 31. kafla).  Hvað kemur hann sögunni við?

Athugaðu vel drauma Guðrúnar í 33. kafla og ráðningu þeirra.

Hverju spáir Gestur Oddleifsson um Bolla og Kjartan í 33. kafla?
 


Hver eru áhrínsorð Hallbjarnar í 37. kafla?

Hvað er sagt um augnaráð Stíganda?

Hvaða náttúra fylgir sverðinu sem Ólafur konungur Tryggvason gaf Kjartani? (Sjá 43. kafla.)

Hverju spáir Ólafur konungur um Kjartan?

Hvernig er draumur Áns "hrísmaga" og hvernig rætist hann?  (Sjá 48. kafla.)

Hvað má segja um veðrabrigði við jarðarför Gests Oddleifssonar (í 66. kafla)?
 


Athugaðu frásögn um fylgju og talandi heklu í 67. kafla;  Hvað boða þessir fyrirburðir?

Hvernig er draumur Þorkels Eyjólfssonar og hvernig rætist han?  (Sjá 75. kafla.)

Athugaðu sagnir um draugagang í 76. kafla; Af hverju stafar hann?

Hvað dreymir Herdísi Bolladóttur og hvers vegna? (Sjá 76. kafla.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

Uppfært í apríl 2010
Harpa Hreinsdóttir