[Sjálfstætt fólk] [Halldór Laxness] [Kennsluvefir Hörpu Hreinsdóttur]
 
Landnámsmaður Íslands
Vinnið eftirfarandi verkefni í 3 manna hópum.  Ræðið efnin og reynið að orða niðurstöður hvers efnis á svona hálfri blaðsíðu.  Best er að allir eigi eintak af svörunum því þau nýtast vel sem glósur þegar lesið er undir próf. Til verksins er ætluð ein kennslustund.

1.  Stafsetning Halldórs Laxness; Að hvaða leyti víkur hann frá venjulegri stafsetningu?  Útskýrið og nefnið dæmi.  Hvaða skoðun hafið þið á stafsetningu hans?

2.  Hjónaband Bjarts og Rósu;  Hvers vegna giftast þau? Hvernig líður þeim í hjónabandinu?  Hvers vænta þau?  Fá þau óskir sínar uppfylltar?

3.  Húsakynni og húsakostur;  Hvernig er umhorfs í Sumahúsum?  En á Útirauðsmýri?  Eru þetta dæmigerðir bústaðir fyrir þann tíma sem sagan gerist á?  Hvernig finnst ykkur húsnæðið?

4.  Smábændur;  Hverjir eru smábændur í sögunni?  En stórbændur?  Hvernig er fjárhagur smábænda?  Eru þeir sjálfstæðir?  Geta þeir valið hvernig líf þeirra verður?  Hver eru áhugamál þeirra/um hvað tala þeir?

5.  Hvernig finnst ykkur bókin til þessa?  Rökstutt mat, takk!

Síðast breytt í mars 2010.
Harpa Hreinsdóttir