[Málsaga] [Kennsluvefir Hörpu Hreinsdóttur]
 
 


Er hægt að gera forrit sem getur spjallað alveg eins og lifandi manneskja? Ætli sé hægt að byggja málvitund, skilning og jafnvel umhyggju inn í forrit? Þú getur prófað að spjalla við Cleverbot (á ensku).

Um slík forrit má fræðast á Chatterbot, á Wikipedia. Fyrsta slíka forritið, Eliza, varð mjög frægt, sjá Eliza á Wikipedia eða prófaðu að trúa vefútgáfu Elizu fyrir raunum þínum. Það forrit leikur stórt hlutverk í skáldsögu Davids Lodge, Lítill heimur. Sjá einnig Eiríkur Rögnvaldsson. Tungumál, tölvur og tungutækni: Í upphafi greinarinnar fjallar Eiríkur lítillega um Elizu og bók Lodge. (Birtist í Íslenskt mál 23:71-93, 2001.)

Listar yfir spjallbotta á vefnum er á Chatbots.org (alþjóðlegur listi, því miður er enginn spjallbotti enn til sem talar íslensku) og Chatterbots  á The Open Directory
 
 
 

 

 
Harpa Hreinsdóttir
Gert í mars 2011