[Málsaga] [Kennsluvefir Hörpu Hreinsdóttur]
 
 

 
Leitaðu þér upplýsinga á vefsíðunni Ritmál, íslenskt ritmál og framburður og málsögubókinni sem þú lærir.  Heppilegt er að vinna þetta verkefni 2 eða 3 saman.

1.  Hvernig lítur nafnið þitt út

a) á rúnaletri;
b) á híróglýfri;
c) á kínversku?

2.  Hvers vegna tengdu menn ritmál við eitthvað yfirnáttúrulegt, forðum tíð?

3.  Hver er munurinn á myndletri og fleygrúnum?  Hverjir notuðu/nota slíkar stafagerðir?

4.  Hvað er atkvæðaskrift?

5.  Rektu fyrsta bókstafsins í nafninu þínu  (sjá Evolution of Alphabets).

6.  Hvaða kosti hefur stafróf umfram önnur ritkerfi?

7.  Hvað eru/voru Gallehushornin?  Rektu sögu þeirra, segðu hvað stóð á þeim og af hverju það þykir merkilegt.

8.  Kíktu á texta Fyrstu málfræðiritgerðarinnar.  Hvernig gengur þér að skilja hann?  Afritaðu fimm línur að eigin vali og „þýddu“ þær á nútímaíslensku.
 

Um hvað er Fyrsta málfræðiritgerðin?  Til hvers var hún skrifuð og hvenær?  Hvernig hefði Fyrsti málfræðingurinn borið fram nafnið þitt?


9. Lestu úr rúnunum og gettu gátuna (eitt orð, þ.e. sama orðið,  passar við hverja braglínu):
 


 

 
 
Harpa Hreinsdóttir
Gert í lok ágúst 2001
Uppfært í mars 2011