Kennsluvefir Hörpu Hreinsdóttur
 
 

Svör við upprifjunarspurningum úr Snorra-EdduUpprifjun úr I - XIX (1. - 19.) kafla Gylfaginningar:

1. „Það er að Aski Yggdrasils“.
2. Óðinn.
3. Búri.
4. Úlfurinn Skoll eltir hana.
5. Mjólk úr spenum Auðhumlu.
6. Það er skjannahvítt og litar allt sem snertir það hvítt.
7. Grænn völlur í miðjum Ásgarði.
8. Íkorni sem hleypur um Ask Yggdrasils og ber skítkast milli Níðhöggs og arnarins í krónu Asksins.
9. Þau fylgja Mána.
10. Hvergelmir, Mímisbrunnur og Urðarbrunnur.
11. Urður, Verðandi og Skuld.
12. Hvergelmir.
13. Miðgarður.
14. Hlíðskjálfin.
15. Sleipnir.
16. Mánagarmur.
17. Ýmir.
18. Bestla.
19. Dellingur og Nótt.
20. Askur og Embla.
21. Hunang.
22. Sjáland.
23. Sjórinn.
24. Himinninn.
25. Grjót og urðir.
26. Gefjun.
27. Múspell.
28. Nótt.
29. Dagur.
30. Bifröst (regnboginn).
31. Gylfi Svíakonungur.
32. Hrímþurs sem komst af þegar flestallir hrímþursar drukknuðu í blóði Ýmis.
33. Nótt.
34. Jörðin.
35. Fálki sem situr milli augna arnarins efst í krónu Asks Yggdrasils.
36. Hár, Jafnhár og Þriðji (sem eru allt Óðinn).
37. Hirtir fjórir, í krónu Asks Yggdrasils.
38. ás, um ás, frá ási, til áss (eintala); æsir, um æsi, frá ásum, til ása (fleirtala).
39. Þeir voru maðkar í holdi Ýmis en æsir gáfu þeim ásjónu.
40. Mímisbrunni.
41. Sól og Máni.
42. Gulli.
43. Gerði Gymisdóttur.
44. Freyr.
45. Freyja.
46. Týr.
47. Baldri.
48. Heimdallur.
49. Að berjast og vega hver annan.
50. Fenrisúlfur.
51. Skeggið var notað í fjöturinn Gleipni.
52. Hún bítur barr af tré sem heitir Léraður.
53. Njörð.
54. Skaði - giftist Nirði.
55. Þröskuldurinn í bústöðum Heljar.
56. Á, sem fara þarf yfir til að komast til Heljar / hella sem Fenrisúlfur er hlekkjaður við.
57. Skip Freys - hægt er að brjóta það saman og geyma í pung sínum.
58. Bjór úr spenum Heiðrúnar.
59. Svínakjöt, af geltinum Sæhrímni.
60. Tanngnjóstur og Tanngrisnir.
61. Huginn og Muninn - þeir eru fréttaritarar Óðins.
62. Geri og Freki - þeir éta matarskammt (svínakjöt) Óðins.
63. Einherjar.
64. Gleipnir.
65. Nanna Nepsdóttir.
66. Sigyn.
67. Skaði.
68. Frigg.
69. Forseti.
70. Ullur.
71. Drómi.
72. Gerður.
73. Óður - fór í ferðalag og hvarf.
74. Læðingur.
75. Skírnir fékk það til eignar, til að ná í Gerði handa Frey.
76. Freyju, Sól og Mána.
77. Að svæfa málin.
78. Að losna úr fjötrum (t.d. notað um eldgos).
79. Víðar.
80. Bragi.
81. Höður.
82. Baldur.
83. Týr.
84. Njörð.
85. Hæni.
86. Freyr.
87. Freyja.
88. Freyja.
89. Hamarinn Mjöllni, megingjarðir og járnglófa.
90. Sjöfn.
91. Freyja.
92. Njörður.
93. Þór.
94. Baldur.
95. Hel.
96. Gefjun.
97. Óðinn.
98. Kokkurinn í Valhöll.
99. Dóttir Freyju.
100. Víðar.
101. Loki Laufeyjarson.
102. Eir.
103. Bragi.
104. Frigg.
105. Óðinn.
106. Freyr og Freyja.
107. Skírnir, skósveinn Freys.
108. Þór - molaði á honum hausinn með Mjöllni.
109. Heimdallur.
110. Týr.
111. Hestur borgarsmiðsins.
112. Valkyrjurnar.
113. Níu systur og Óðinn.
114. Dvergarnir Ívaldasynir.
115. Loki var móðirin en Svaðilfari faðirinn.
116. Þegar æsir fá bita af eplunum yngjast þeir á ný.
117. Tröllskessunni Angurboðu.  Hel - ríkir yfir dauðaríkinu Hel, Fenrisúlfur - bundinn, Miðgarðsormur - liggur um öll höf.

 Svör við upprifjun úr 44. - 65. kafla Gylfaginningar

118.   Þjálfi og Röskva.
119.   Útgarða-Loki.  Hann brá landslagi fyrir þegar Þór barði í höfuð hans (sem Skrýmis) og þetta eru förin eftir Mjöllni.
120.   Þór og jötunninn var Hymir.
121.   Refsingarvist illra eftir dauðann (eftir heimsendi) á Náströnd.
122.   Þjálfi braut bein til mergjar, þegar Þór matreiddi hafurinn.
123.   Þetta var vettlingur Skrýmis.
124.   Tröllskessan Þökk (sem sumir telja að hafi verið Loki) neitaði að gráta Baldur.
125.   Hann hefst á þremur orustuvetrum, þar sem enginn hlífir öðrum.
126.   Af því að Þór gat ekki losað böndin um sameiginlegan nestisbagga þeirra.
127.   Loki kippist við þegar eitur slöngunnar lekur í andlit honum (meðan Sigyn losar skálina) þar sem hann er bundinn í iðrum jarðar.
128.   Að senda erindreka um allan heim til að fá alla hluti til að gefa loforð um að eira Baldri.
129.   Eftir að hafa fengið Höð til að skjóta Baldur til bana.
130.   Það eru þrír harðir vetur í röð, án sumars á milli.
131.   Hundur sem er bundinn utan við Gnipahelli en losnar í ragnarökum.
132.   Staður þar sem góðir og réttlátir menn dvelja eftir ragnarök - nokkurs konar himnaríki.
133.   Brúin sem liggur að bústöðum Heljar.
134.   Spjót Óðins.
135.   Skip sem gert er úr nöglum dauðra manna. Losnar í ragnarökum.
136.   Grindur/grindverk um Hel.
137.   Líf og Leifþrasir leyndust í Hoddmímisholti.
138.   Váli og Nari/Narfi.  Æsir breyttu Vála í úlf og hann reif í sig Nara.
139.   Hún var kona Baldurs.
140.   Það lá út í sjó svo Þór var í rauninni að drekka hafið sjálft.
141.   Þetta var sjálf ellin.
142.   Kötturinn var Miðgarðsormur.
143.   Hann gengur heim í ríki sitt (er í rauninni Gylfi Svíakonungur) og segir hvers hann hafi orðið vísari meðal ása.
144.   Það þýðir „hinsti dómur goðanna.“
145.   Að allir í heiminum sýndu hve miklar mætur þeir hefðu haft á Baldri með því að gráta vegna dauða hans.
146.   Hann fann upp netið.
147.   Váli og Víðar (synir Óðins), Móði og Magni (synir Þórs), Höður og Baldur.
148.   Hann reisti sér hús á háu fjalli en faldi sig á daginn í fossi, í laxlíki.
149.   Höður skaut Baldur með ör úr mistilteini.
150.   Heimdallur drepur Loka.
151.   Loki er foringi Heljarsinna.
152.   Surtur er foringi Múspellssona.
153.   Móðgunnur er dyravörður í Hel.
154.   Hún er dóttir hinnar gömlu sólar/núverandi sólar.
155.   Jötunninn Hrymur.
156.   Hermóður hinn hvati, sonur Óðins.
157.   Kvasir uppgötvaði netið (Loki hafði brennt frumgerðina).
158.   Tröllskessa sem fengin var til að hrinda skipi Baldurs á flot þegar bálför hans var gerð.
159.   Útgarða-Loki í dulargervi.
160.   Loki Laufeyjarson dulbúinn sem tröllskessa og neitaði að gráta Baldur úr Helju.
161.   Surtur.
162.   Fenrisúlfur.
163.   Uxahöfði.
164.   Það er fossinn sem Loki faldist í, í laxlíki.
165.   Þór sparkaði honum á bálið, í bálför Baldurs.
166.   Óðinn settist í hásæti sitt og sá þá um allan heim, þ.á.m. Loka á felustað sínum.
167.   Hún festi eiturslöngu yfir andliti honum.
168.   Þór kreisti Loka svo mjög þegar hann náði honum í laxlíki.
169.   Hringurinn Draupnir.  Eftir þetta drupu af honum 8 aðrir gullhringar níundu hverja nótt.
170.   Hamarinn Mjöllnir.
171.   Til þess að stíga öðrum fæti í gin Fenrisúlfs og rífa sundur í honum hvoftinn.
172.   Við Loga, í kappáti.
173.   Við Huga, í kapphlaupi.
174.   Óðinn, Loki og Hænir.
175.   Örninn (Þjassi í arnarlíki) í trénu uppi yfir þeim sá til þess.
176.   Stöngin festist við bak arnarins, sem tók á flug með Loka dinglandi í lausu lofti.
177.   Hann lofaði að koma Iðunni á tilsettum tíma út í skóg.
178.   Þjassi jötunn.
179.   Þegar epla Iðunnar naut ekki lengur við gerðust æsir gamlir og gráir.
180.   Loki.
181.   Hann fékk lánaðan valsham Freyju, breytti Iðunni í hnetu og flaug með hana í klónum heim í Ásgarð.
182.   Þjassi elti þau, í arnarlíki, en flaug beint í bál sem æsir kyntu, og varð það hans bani.
183.   Skaði.
184.   Að velja sér mann úr liði ása og að æsir kæmu sér til að hlæja.
185.   Skaði fékk að skoða fætur ásanna og taldi sig vera að velja Baldur þegar hún valdi raunar Njörð.  Loki batt band um eistun á sér en hinn endann um skegg geithafurs.  Þegar hafurinn stökk af stað hoppaði Loki á eftir, skrækjandi.  Þetta kætti Skaða mjög!
186.   Óðinn kastaði þeim upp í himininn og gerði af þeim stjörnur tvær.

 Um Suttungamjöð (V og VI, 5. - 6. kafli)

187.   Ægir (sjávarkonungur) spyr.
188.   Bragi (guð skáldskapar) svarar.
189.   Með því að hrækja allir í ker og blanda hrákanum.
190.   Þeir sköpuðu Kvasi.
191.   Hann var vitrastur allra.
192.   Dvergarnir Fjalar og Galar.
193.   Þeir stungu upp á því að Kvasir hefði kafnað úr mannviti, því enginn hefði getað spurt hann nógu gáfulegra spurninga.
194.   Són, Boðn og Óðrerir.
195.   Hann var jötunn sem heimsótti Fjalar og Galar.  Þeir drekktu honum.
196.   Suttungur var sonur Gillings og vildi bætur eftir föður sinn.
197.   Hnitbjörg.
198.   Gunnlöð.
199.   Vegna þess að þeir Fjalar og Galar keyptu sig undan drukknun á flæðiskeri með skáldamiðinum.
200.   Hann henti brýni upp í loft og þegar allir reyndu að grípa skáru þeir hvor annan á háls með flugbeittum ljáunum sem þeir héldu á.
201.   Bölverkur.
202.   Bor Óðins, sem Baugi notaði til að bora gat inn í Hnitbjörg.
203.   Hann breytti sér í orm (slöngu) og skreið inn um gatið sem Baugi hafði borað.
204.   Gunnlöð gætti mjaðarins.  Óðinn „seldi sig“ eina nótt í senn, og greiddi Gunnlöð næturgreiðann með sopa úr einu keri fyrir nóttina.
205.   Hann breytti sér í örn og flaug heim í Ásgarð, með mjöðinn í maganum.
206.   Það er sá hluti skáldamjaðarins sem aftur úr Óðni gekk, því hann var að örmagnast á fluginu, og lenti utan Ásgarðs.  Talið er að leirskáld og skáldmæltir rugludallar hafi fengið að smakka þennan hluta!
207.   Óðinn gefur þeim mönnum sem honum hugnast sopa af miðinum, þ.e. góðskáldum.

 Um Fáfnisarf (XLVI - L, 46. - 50. kafli)

208. Vegna þess að gull var greitt í skaðabætur fyrir Otur.
209. Loki.
210. Hreiðmar var faðir hans en Fáfnir og Reginn bræður hans.
211. Þeir vildu að æsir stoppuðu upp otursbelginn og hyldu síðan alveg með gulli.
212. Loki var sendur til að útvega gullið.
213. Andvari var dvergur sem Loki kúgaði til að afhenda allt sitt gull.
214. Að hver sem hringinn ætti myndi deyja.
215. Óðinn stakk honum á sig í fyrstu en notaði hann síðan til að hylja eitt veiðihár otursins sem stóð út úr gullhrúgunni.
216. Hreiðmar tók allt gullið.  Fáfnir og Reginn vildu sinn skerf og drápu föður sinn. Þar með var fyrsti eigandi hringsins fallinn í valinn.
217. Fáfnir breytti sér í orm/dreka og lagðist á gullið, uppi á Gnitaheiði.
218. Reginn fór í næsta konungsríki og réði sig þar sem fóstra konungssonarins Sigurðar.
219. Gramur var svo beitt sverð að það sneið sundur ullarlagð sem flaut á það í læk.  Reginn smíðaði Gram handa Sigurði og prófaði það reyndar með því að höggva steðjann í tvennt!
220. Grani.
221. Hann gróf gryfju á þeirri leið sem Fáfnir skreið á degi hverjum til vatnsbóls;  kom sér fyrir ofan í gryfjunni og rak Fáfni í gegn (með Grami) þegar hann skreið yfir hann.
222. Þegar blóðið og fitan úr hjarta Fáfnis kom á tungu Sigurðar fór hann skyndilega að skilja fuglamál og skildi að fuglarnir í trjánum voru að tala um að nú myndi Reginn drepa Sigurð, um leið og hann vaknaði og hefði etið hjartað.  Sigurður ákvað að verað fyrri til.
223. Hesturinn Grani var allt gullið niður af Gnitaheiði.
224. Guðrún, Gunnar og Högni.  (Guttormur var hálfbróðir þeirra.)
225. Guðrún Gjúkadóttir.
226. Sigmundur var drepinn 3 ára en Svanhildur lifði.
227. Brynhildur Buðladóttir.
228. Þeir skiptu litum, þ.e. skiptust á útliti, og síðan reið Sigurður, í líki Gunnars, á hestinum Grana gegnum vafurlogann.
229. Sigurður gaf henni hringinn í morgungjöf, eftir að hafa eytt nótt við hlið henni í kastalanum.
230. Brynhildur og Guðrún voru að metast um hvor þeirra ætti meiri hetju fyrir eiginmann.  Guðrún sagði Brynhildi að það hefði alls ekki verið Gunnar sem reið vafurlogann um árið, heldur Sigurður, enda þekkti Guðrún hringinn.
231. Hún varð ævareið út í Sigurð, fyrir að hann hafði blekkt hana, og vildi hann feigan.
232. Guttormur, hálfbróðir Gunnars og Högna, drap hann.
233. Hún lét fallast á sverð sitt eftir að Sigurður var drepinn.
234. Gunnar og Högni eignuðust konungsríkið og allt gullið, hringinn með, eftir lát Sigurður, mágs þeirra.
235. Hún giftist Atla Buðlasyni, Húnakonungi.
236. Þeir lögðu af stað með gullið í heimsókn til Atla Húnakonungs, en földu það á leiðinni í ánni Rín.  Þar er það enn.
237. Gunnar vildi ekki segja hvar gullið væri nema hann fengi hjartað úr Högna bróður sínum.
238. Gunnari var varpað í ormagarð og þar lét hann líf sitt.
239. Guðrún drap og matreiddi syni sína og Atla; framreiddi þá síðan og sagði Atla hvað hann hefði borðað.  Síðla nætur kveikti hún svo í höllinni og brenndi alla Húna.  Reyndi svo að drekkja sér en mistókst.
240.  Jónakur.
241. Erpur, Sörli og Hamdir.
242. Bikki var ráðgjafi Jörmunrekks konungs.
243. Randvér var sonur Jörmunrekks konungs.  Bikki lét að því liggja að Svanhildur Sigurðardóttir og Randvér ættu miklu betur saman, því bæði voru ung.
244. Jörmunrekkur var gamall kóngur sem fékk Svanhildi fyrir konu.
245. Af því hann lét drepa Svanhildi, hálfsystur þeirra.
246. Hún færði þá í brynjur sem voru þeirrar náttúru að engin vopn bitu á þá.
247. Hamdir og Sörli drápu hann.
248. Enginn Erpur var til að höggva höfuðið af Jörmunrekki svo hann náði að kalla á lífvörðinn sinn.
249. Þeir voru barðir grjóti í hel.

Um Grótta (LII, kafli 52)

250. Af því Fróði lét mala gull í kvörninni Grótta.
251. Fróði var konungur í Danmörku.
252. Hann keypti þær í Svíþjóð.
253. Þær sneru kvörninni Grótta, fyrir Fróða.
254. Fenja og Menja fengu aldrei pásu svo þær möluðu her að Fróða.  Mýsingur var herkonungurinn.
255. Salt var álíka dýrmætt og gull, til forna.
256. Enginn sagði Fenju og Menju að hætta svo á endanum fylltist skip Mýsings af salti og sökk.  Á sjávarbotni snúa þær kvörninni og mala salt til eilífðar.
 
 
 

Uppfært í ágúst 2010
Kennsluvefir Hörpu Hreinsdóttur