Kennsluvefir Hörpu Hreinsdóttur
 
 

Upprifjunarspurningar úr Snorra-Eddu

Upprifjun úr I - XIX (1. - 19.) kafla Gylfaginningar.

  1. „Hvar er höfuðstaðurinn eða helgistaðurinn goðanna?"
  2. „Jörðin var dóttir hans og kona hans." Hver var þessi hann?
  3. „Og hinn fyrsta dag er hún sleikti steina kom úr steininum að kveldi mannhár, annan dag mannshöfuð, þriðja dag var þar allur maður." Hvað hét þessi maður?
  4. Af hverju fer sólin svo hratt yfir himinhvolfið?
  5. Á hverju lifði Ýmir?
  6. Hvað einkennir vatnið úr Urðarbrunni?
  7. Hvað er Iðavöllur?
  8. Hvað er Ratatoskur?
  9. Hvað gera þau Bil og Hjúki?
  10. Hvað heita brunnarnir þrír sem rætur Asks Yggdrasils liggja ofan í?
  11. Hvað heitar þær meyjar sem „skapa mönnum aldur"?
  12. Hvað heitir brunnurinn í miðjum Niflheimi?
  13. Hvað heitir bústaður mannanna á jörðunni?
  14. Hvað heitir hásæti Óðins?
  15. Hvað heitir hestur Óðins?
  16. Hvað heitir úlfurinn sem „fyllist með fjörvi allra þeirra manna er deyja"?
  17. Hvað hét fyrsti hrímþursinn?
  18. Hvað hét móðir Óðins?
  19. Hvað hétu foreldrar Dags?
  20. Hvað hétu fyrstu mennirnir?
  21. Hvað kalla menn döggina sem fellur úr limum Asks Yggdrasils, niður á jörðina?
  22. Hvað nefnist nú landsvæðið sem Gefjun dró úr Svíþjóð?
  23. Hvað var skapað úr blóði Ýmis?
  24. Hvað var skapað úr hauskúpu Ýmis?
  25. Hvað var skapað úr tönnum Ýmis?
  26. Hvaða gyðja átti 4 uxa að sonum?
  27. Hvað heitir heiti heimurinn sem er í suðri?
  28. Hver á hestinn Hrímfaxa?
  29. Hver á hestinn Skinfaxa?
  30. Hver er leið til hinmins af jörðu?
  31. Hver spyr spurninga í Gylfaginningu?
  32. Hver var Bergelmir?
  33. Hver var dóttir Narfa jötuns?
  34. Hver var móðir Þórs?
  35. Hver var Veðurfölnir?
  36. Hverjir svara spurningum í Gylfaginningu?
  37. Hverjir voru Dáinn, Dvalinn, Duneyr, Duraþór?
  38. Hvernig beygist orðið „ás" í eintölu og fleirtölu?
  39. Hvert var upphaf dverga?
  40. Í hvaða brunni er „spekt og manvit" fólgið?
  41. Mundilfari átti tvö börn. Hvað hétu þau?
  42. Úr hvaða málmi voru „öll búsgögn og reiðigögn" ásanna í upphafi?

  43.  

     

    Upprifjun úr XX - XLII (20. - 42.) kafla Gylfaginningar
     
     

  44. „... og er hún tók upp höndum og lauk hurð fyrir sér þá lýsti af höndum hennar bæði í loft og á lög, og allir heimar birtust af henni." Hverri er lýst hér?
  45. „... og sagði að hann hefði séð konu fagra og fyrir hennar sakir var hann svo harmsfullur að eigi myndi hann lengi lifa ef hann skyldi eigi ná henni." Hver var svona harmsfullur?
  46. „En er hún fer þá ekur hún köttum tveim og situr í reið." Hver ferðast svo?
  47. „Hann er djarfastur og best hugaður og hann ræður mjög sigri í orustum." Hvaða ás er þetta?
  48. „Hann er svo fagur álitum og bjartur svo að lýsir af honum ..." Hverjum er svo lýst?
  49. „Hann heyrir og það er gras vex á jörðu eða ull á sauðum og allt það er hærra lætur." Hver heyrir svona vel?
  50. „Hvað er skemmtun einhverjanna þá er þeir drekka eigi?"
  51. „Nema hjöltun við neðri gómi en efri gómi blóðrefill. Það er gómsparri hans." Hver hefur þennan gómsparra?
  52. Af hverju hafa konur ekki skegg?
  53. Á hverju lifir geitin Heiðrún?
  54. Á hvern skal heita til sæfara og veiða?
  55. Dóttir Þjassa jötuns giftist einum ása. Hvað hét hún og hverjum giftist hún?
  56. Hvað er Fallandaforað?
  57. Hvað er Gjöll?
  58. Hvað er Skíðblaðnir og hvað er einstakt við hann?
  59. Hvað er til drykkjar í Valhöll?
  60. Hvað er til matar í Valhöll?
  61. Hvað heita hafrar Þórs?
  62. Hvað heita hrafnar Óðins og hvert er þeirra aðalstarf?
  63. Hvað heita úlfar Óðins og hvert er þeirra aðalstarf?
  64. Hvað heita þeir framliðnu sem dveljast hjá Óðni í Valhöll?
  65. Hvað heitir fjöturinn sem heldur Fenrisúlfi?
  66. Hvað heitir kona Baldurs?
  67. Hvað heitir kona Loka?
  68. Hvað heitir kona Njarðar?
  69. Hvað heitir kona Óðins?
  70. Hvað heitir sonur Baldurs?
  71. Hvað heitir sonur Sifjar og stjúpsonur Þórs?
  72. Hvað hét annar fjöturinn sem lagður var á Fenrisúlf?
  73. Hvað hét dóttir Gymis og Aurboðu?
  74. Hvað hét eiginmaður Freyju og hvað varð um hann?
  75. Hvað hét fyrsti fjöturinn sem lagður var á Fenrisúlf?
  76. Hvað varð um sverð Freys?
  77. Hvað vildi borgarsmiðurinn fá í laun fyrir að gera borg um Ásgarð?
  78. Hvað þýðir „að drepa í Dróma"?
  79. Hvað þýðir „að leysast úr Læðingi"?
  80. Hvaða ás á „skó þjökkvan"?
  81. Hvaða ás er „ágætur að speki og mest að málsnilld og orðfimi"?
  82. Hvaða ás er blindur?
  83. Hvaða ás er dáinn og dvelur nú í Hel?
  84. Hvaða ás er einhentur?
  85. Hvaða ás fengu æsir að gíslingu frá vönum?
  86. Hvaða ás létu æsir vani fá í gíslingu?
  87. Hvaða ás ræður fyrir regni og skini sólar, og þar sem ávexti jarðar?
  88. Hvaða ásynja er kölluð Vanadís og af hverju?
  89. Hvaða ásynja grætur gulli?
  90. Hvaða þrjá „kostgripi" á Þór?
  91. Hver „gætir mjög að snúa hugum manna til ásta, kvenna og karla"?
  92. Hver á Brísingamen?
  93. Hver á heima í Nóatúnum?
  94. Hver á heima í Þrúðvangi?
  95. Hver bjó í Breiðabliki?
  96. Hver er „hálf blá en hálf með hörundar lit"?
  97. Hver er „mær og henni þjóna þær er meyjar andast."?
  98. Hver er Alföður?
  99. Hver er Andhrímnir?
  100. Hver er Hnoss?
  101. Hver er kallaður „hinn þögli ás"?
  102. Hver er kallaður „rógberi ásanna og frumkveði flærðanna og vömm allra goða og manna"?
  103. Hver er lækningagyðjan?
  104. Hver er maður Iðunnar?
  105. Hver er æðsta ásynjan?
  106. Hver er æðstur og elstur goðanna?
  107. Hver eru börn Njarðar?
  108. Hver fór niður í Svartálfaheim til að semja við dverga um smíði á Gleipni?
  109. Hver galt borgarsmiðnum smíðakaupið og hvaða laun fékk hann?
  110. Hver gætir brúarinnar Bifrastar?
  111. Hver var sá sem þorði að gefa Fenrisúlfi mat?
  112. Hver var Svaðilfari?
  113. Hverjar gæta borðbúnaðar og ölgagna í Valhöll?
  114. Hverjir eru foreldrar Heimdalls?
  115. Hverjir smíðuðu Skíðblaðni?
  116. Hverjir voru foreldrar Sleipnis?
  117. Hverrar náttúru eru epli Iðunnar?
  118. Með hverri eignaðist Loki 3 skrímsli? Hvað heita afkvæmin? Hvar eru þau nú?

  119.  

     
     
     
     

    Upprifjun úr XLIV - LIV (44. - 65.) kafla Gylfaginningar
     
     

  120. „En er soðið var þá settist Þór til náttverðar og þeir lagsmenn. Þór bauð til matar með sér búandanum og konu hans og börnum þeirra." Hvað hétu börn hjónanna?
  121. „En þar er þú sást hjá höll minni setberg og þar sástu ofan í þrjá dali ferskeytta og einn djúpastan ..." Hver segir þetta og hvernig urðu dalirnir til?
  122. „Gekk hann út of Miðgarð svo sem ungur drengur og kom einn aftan að kveldi til jötuns nokkurs." Hver var dulbúinn sem ungur drengur og hvað hét jötunninn?
  123. „Hann er ofinn allur ormahryggjum sem vandahús, en ormahöfuð öll vita inn í húsið ..." Hvaða húsi er svo lýst?
  124. „Stóðu þá upp hafrarnir og var þá annar haltur eftra fæti." Hvað kom fyrir hafurinn?
  125. „Þá stóð Þór upp og hét á lagsmenn sína og leituðust fyrir og fundu afhús til hægri handar í miðjum skálanum og gengu þannig. Settist Þór í dyrnar en önnur þau voru innar frá honum og voru þau hrædd." Hvaða skáli og afhús voru þetta?
  126. Af hverju fékkst Baldur ekki laus úr Helju?
  127. Af hverju má marka að heimsendir er að hefjast?
  128. Af hverju var Þór einkum pirraður út í Skrými?
  129. Af hverju verða jarðskjálftar?
  130. Eftir að Baldur hafði dreymt drauma, „stóra og hættliga um líf sitt," greip Frigg til sinna ráða. Hver voru þau ráð?
  131. Eftir hvaða illvirki flýði Loki úr Ásgarði?
  132. Hvað er Fimbulvetur?
  133. Hvað er Garmur?
  134. Hvað er Gimlé?
  135. Hvað er Gjallarbrú?
  136. Hvað er Gungnir?
  137. Hvað er Naglfar?
  138. Hvað eru Helgrindur?
  139. Hvað heita mennirnir sem komust af í ragnarökum og hvar leyndust þeir?
  140. Hvað hétu synir Loka og Syginjar og hvað varð um þá?
  141. Hvað var Nanna Nepsdóttir?
  142. Hvað var sérstakt við hornið sem Þór drakk af, í höllu Útgarða-Loka?
  143. Hvað var sérstakt við kerlinguna, fóstru Útgarða-Loka, sem Þór glímdi við?
  144. Hvað var sérstakt við köttinn sem Þór reyndi að lyfta í höllu Útgarða-Loka?
  145. Hvað verður um Ganglera í lok Gylfaginningar?
  146. Hvað þýðir orðið ragnarök?
  147. Hvaða skilyrði setti Hel fyrir því að láta Baldur lausan?
  148. Hvaða tæki/vél/verkfæri fann Loki upp?
  149. Hvaða æsir lifa af ragnarök?
  150. Hvar faldi Loki sig eftir flóttann úr Ásgarði?
  151. Hver drap Baldur og hvernig?
  152. Hver drepur Loka í ragnarökum?
  153. Hver er foringi Heljarsinna?
  154. Hver er foringi Múspellssona?
  155. Hver er Móðgunnur?
  156. Hver er uppruni hinnar nýju sólar, eftir ragnarök?
  157. Hver stýrir Naglfari?
  158. Hver tók að sér að ríða niður til Heljar og freista þess að fá Baldur látinn lausan úr Helju?
  159. Hver uppgötvaði netið, sem Loki brenndi?
  160. Hver var Hyrrokkin?
  161. Hver var Skrýmir?
  162. Hver var Þökk?
  163. Hver verður Frey að bana í ragnarökum?
  164. Hver verður Óðni að bana í ragnarökum?
  165. Hverju beitti Þór þegar hann veiddi sjálfan Miðgarðsorm?
  166. Hvernig kemur Fránangursfoss við sögu?
  167. Hvernig kom dvergurinn Litur við sögu?
  168. Hvernig komust æsir að því hvar Loki leyndist?
  169. Hvernig reyndi Skaði að auka þjáningar Loka þegar æsir refsuðu honum?
  170. Hvers vegna eru laxar afturmjóir?
  171. Óðinn lagði hring á bálið, við bálför Baldurs. Hvað hét hringurinn og hvað varð sérstakt við hann eftir þetta?
  172. Skrýmir sagðist hafa fundið að laufblað eða akrarn hefði fallið í höfuð sér. Hvað var það sem raunverulega féll á höfuð hans?
  173. Til hvers notar Víðar þykka skóinn sinn í ragnarökum?
  174. Við hvern keppti Loki í höllu Útgarða-Loka og í hvaða íþrótt?
  175. Við hvern keppti Þjálfi í höllu Útgarða-Loka og í hvaða íþrótt?

  176.  

     
     
     
     
     
     

    Upprifjun úr Skáldskapamálum

    Hvarf Iðunnar (II-III kafli, 2. - 3. kafli)

  177. Í Skáldskaparmálum byrja sagnir gjarna á því að þrír æsir fara að heiman. Hverjir eru þessir þrír æsir?
  178. Æsirnir reyndu að sjóða uxa en ekkert gekk. Hvers vegna soðnaði ekki?
  179. Loki barði örn með stöng en það kom honum í koll. Hvernig?
  180. Hvað vann Loki sér til lausnar?
  181. Hver náði Iðunni?
  182. Hvað afleiðingar hafði rán Iðunnar á æsi?
  183. Hver var sendur til að frelsa Iðunni?
  184. Hvernig komst sá með Iðunni aftur í Ásgarð?
  185. Hvað varð um Þjassa jötunn?
  186. Hvað hét dóttir Þjassa?
  187. Hvaða skaðabætur vildi hún fá eftir föður sinn?
  188. Hvernig greiddu æsir skaðabæturnar?
  189. Hvað varð um augu Þjassa?

  190.  

     

    Um Suttungamjöð (V og VI, 5. - 6. kafli)

  191. Hver spyr spurninga í Skáldskaparmálum?
  192. Hver svarar spurningum í Skáldskaparmálum?
  193. Hvernig innsigluðu æsir og vanir sáttagjörð sína?
  194. Hvað sköpuðu æsir úr hrákanum sínum og vana?
  195. Hvað var einstakt við Kvasi?
  196. Hverjir drápu Kvasi?
  197. Hvernig útskýrðu þeir Fjalar og Galar hvarf Kvasis, fyrir ásum?
  198. Hvað hétu kerin tvö og ketillinn sem skáldamjöðurinn var bruggaður í?
  199. Hver var Gillingur og hvað kom fyrir hann?
  200. Hver var Suttungur og hvað átti hann vantalað við Fjalar og Galar?
  201. Hvað hét bústaður Suttungs?
  202. Hvað hét dóttir Suttungs?
  203. Hvers vegna er hægt að kalla skáldskap „farskost dverga"?
  204. Hvernig tókst Óðni að koma þrælum Bauga fyrir kattarnef?
  205. Hvað nefndist Óðinn þegar hann réði sig í vinnumennsku hjá Bauga?
  206. Hvað var Rati?
  207. Hvernig komst Óðinn inn í Hnitbjörg?
  208. Hver gætti skáldamjaðarins og hvernig komst Óðinn yfir hann?
  209. Hvernig komst Óðinn með skáldamjöðinn heim í Ásgarð?
  210. Hvað er „skáldfíflahlutur"?
  211. Til hvers notar Óðinn skáldamjöðinn?

  212.  

     
     
     
     

    Um Fáfnisarf (XLVI - L, 46. - 50. kafli)

  213. Hvers vegna er gull kallað oturgjöld?
  214. Hver drap Otur?
  215. Hvað hétu faðir og bræður Oturs?
  216. Hvað vildu þeir fá í sonarbætur?
  217. Hver sá um að útvega bæturnar?
  218. Hver var Andvari?
  219. Hvaða álög lagði Andvari á einn hringinn sinn?
  220. Hvað gerði Óðinn við hringinn?
  221. Hver eignaðist svo hringinn og hvernig komu álögin strax fram?
  222. Hvernig gætti Fáfnir gullsins?
  223. Hvað gerði Reginn þegar Fáfnir hafði tekið allt gullið?
  224. Hvað var sérstakt við sverðið Gram og hver smíðaði það?
  225. Hvað hét hestur Sigurðar?
  226. Hvernig drap Sigurður Fáfni?
  227. Hvers vegna drap Sigurður Regin?
  228. Hvernig stendur á að hægt er að kalla gull „byrður Grana"?
  229. Hvað hétu börn Gjúka konungs?
  230. Hvað hét kona Sigurðar?
  231. Hvað hétu börn þeirra og hvað varð um son Sigurðar?
  232. Hver bjó á Hindafjalli?
  233. Hvernig tókst Gunnari og Sigurði að uppfylla skilyrði Brynhildar?
  234. Hver gaf Brynhildi hringinn Andvaranaut?
  235. Hvernig komust brögð Sigurðar og Gunnars upp?
  236. Hver urðu viðbrögð Brynhildar þegar hún vissi hvernig í pottinn var búið?
  237. Hvernig voru ævilok Sigurðar?
  238. Hvernig voru ævilok Brynhildar?
  239. Hver eignaðist hringinn Andvaranaut?
  240. Hvað varð um Guðrúnu, eftir lát Sigurðar?
  241. Hvað varð um gullið Fáfnisarf eftir að Gunnar og Högni tóku við því?
  242. Hvers vegna var hjartað skorið úr Högna?
  243. Hvað varð um Gunnar?
  244. Hvernig brást Guðrún við dauða bræðra sinna?
  245. Hvað hét þriðji maður Guðrúnar?
  246. Hvað hétu synir þeirra?
  247. Hver var Bikki?
  248. Hver var Randvér?
  249. Hver var Jörmunrekkur?
  250. Af hverju áttu synir Guðrúnar að drepa Jörmunrekk?
  251. Hvernig útbjó Guðrún þá í þessa för?
  252. Hvað varð um Erp?
  253. Af hverju voru þeir bræður teknir höndum?
  254. Hvernig voru þeir drepnir?

  255.  

     

    Um Grótta (LII kafli, kafli 52)

  256. Hví er gull kallað mjöl Fróða?
  257. Hver var Fróði?
  258. Hvar eignaðist Fróði þær Fenju og Menju?
  259. Hvaða starfa höfðu Fenja og Menja?
  260. Hvernig stóð á því að Mýsingur drap Fróða?
  261. Af hverju vildi Mýsingur láta mala salt?
  262. Af hverju er sjórinn saltur?
    1.  
       
       
      Uppfært í ágúst 2010
      Kennsluvefir Hörpu Hreinsdóttur