ÍSL 303/313
Til baka
Fyrirmæli til nemenda

Vinna við vefsíðugerð um Eiríks sögu rauða og Grænlendingasögu

Vinnulag er sem hér segir:

Menn skrá sig í hópa, að vild.

Flestir hóparnir skrifa texta á vefsíður.  Þeir textar eiga að vera stuttir og auðvelt að krækja þá saman.  Textana þarf að þýða á ensku og skila síðan vandlega prófarkalesnum, á tölvutæku formi, til vefarahóps. Skila þarf bæði íslenskri og enskri útgáfu af öllum textum.

Í vefarahóp eiga aðeins að verða þeir sem eru vanir tölvum.  Sama gildir um myndvinnslu í tölvu og skönnun.

Í myndskreytingarhóp bráðvantar fólk sem getur teiknað og er nógu skipulagt til að geta t.d. útbúið skýr kort.

Í ljósmyndarahóp eiga að vera tveir sem kunna eitthvað að taka myndir.

Allir hópar eiga að skrifa stutta kynningarsíðu um einstaklinga hópsins (á ensku og íslensku).  Kynningarsíðum skal skilað á tölvutæku formi, eins og öðru.   Ljósmyndarar eiga að taka myndir af öllum hópum, á digitalvél skólans,  og koma þeim fyrir í tölvu svo vefarar geti nálgast bæði myndir og texta.

Ef einhverjum dettur eitthvað ægilega sniðugt í hug sem ætti líka heima á þessum vef, vinsamlegast látið Hörpu vita sem fyrst.