Ganga Hörpu og Önnu Margrétar yfir Fimmvörðuháls 5. - 6. júlí 2005
Fyrsta brekkan (og með þeim erfiðustu): Skógafoss og svifdreki.
(Á Skógum virtist eitthvert mót því þar voru dvergflugvélar, svifdrekar og flygildi af öllum gerðum.)Anna Margrét við Skógaá
Harpa við einhvern fossinn í Skógaánni.
Á leiðinni er hver fossinn öðrum fegurri og sagnir herma að 50 fossa megi sjá á þessari gönguleið.
Við töldum þá ekki og höfum því sögusagnir fyrir satt. Mynduðum samt frekar fáa fossa.Það var þó tekin mynd af Gluggafossi (a.m.k. höldum við að þetta sé Gluggafoss).
Anna Margrét á stígnum við eitthvert gljúfrið. Sem sjá má á uppgöngumyndum var veðurfar síbreytilegt og klæðnaður í samræmi við það.
Á tímabili læddist dalalæðan að okkur ...
Við vorum mjög glaðar þegar glitti í báða skálana, að vísu nokkuð langt í burtu ...
en örskömmu síðar var útsýnið orðið svona ... svartaþoka!
Skálinn okkar beið hinum megin við þennan kamb ...
og við vorum ósköp glaðar að komast þangað :)
Morguninn eftir var skafheiður himinn! Anna Margrét og Leifur skálavörður, Eyjafjallajökull í baksýn.
Séð niður í Þórsmörk og yfir Laugaveginn.
Harpa fyrir ofan Heljarkamb ... kvíðasvipurinn stafar reyndar af ógurlega bjartri sólinni ...
Við drukkum roggnar kaffið okkar á Morinsheiði og fylgdumst með tveimur göngugörpum vandræðast lengi áður en þeir lögðu í 'ann :)
Kattahryggirnir framundan ...
Anna Margrét komin yfir Kattahryggina.
Það var ofboðslega gott að kæla tærnar í læknum í Básum!