Ganga Hörpu og Önnu Margrétar yfir Fimmvörðuháls 5. - 6. júlí 2005
![]()
Fyrsta brekkan (og með þeim erfiðustu): Skógafoss og svifdreki.
(Á Skógum virtist eitthvert mót því þar voru dvergflugvélar, svifdrekar og flygildi af öllum gerðum.)![]()
Anna Margrét við Skógaá
![]()
Harpa við einhvern fossinn í Skógaánni.
Á leiðinni er hver fossinn öðrum fegurri og sagnir herma að 50 fossa megi sjá á þessari gönguleið.
Við töldum þá ekki og höfum því sögusagnir fyrir satt. Mynduðum samt frekar fáa fossa.![]()
Það var þó tekin mynd af Gluggafossi (a.m.k. höldum við að þetta sé Gluggafoss).
![]()
Anna Margrét á stígnum við eitthvert gljúfrið. Sem sjá má á uppgöngumyndum var veðurfar síbreytilegt og klæðnaður í samræmi við það.
![]()
Á tímabili læddist dalalæðan að okkur ...
![]()
Við vorum mjög glaðar þegar glitti í báða skálana, að vísu nokkuð langt í burtu ...
![]()
en örskömmu síðar var útsýnið orðið svona ... svartaþoka!
![]()
Skálinn okkar beið hinum megin við þennan kamb ...
![]()
og við vorum ósköp glaðar að komast þangað :)
![]()
Morguninn eftir var skafheiður himinn! Anna Margrét og Leifur skálavörður, Eyjafjallajökull í baksýn.
![]()
Séð niður í Þórsmörk og yfir Laugaveginn.
![]()
Harpa fyrir ofan Heljarkamb ... kvíðasvipurinn stafar reyndar af ógurlega bjartri sólinni ...
![]()
Við drukkum roggnar kaffið okkar á Morinsheiði og fylgdumst með tveimur göngugörpum vandræðast lengi áður en þeir lögðu í 'ann :)
![]()
Kattahryggirnir framundan ...
![]()
Anna Margrét komin yfir Kattahryggina.
![]()
Það var ofboðslega gott að kæla tærnar í læknum í Básum!