Myndir Hörpu
 
 
Jólin 2005

Pússl-afraksturinn, að kvöldi annars jóladags, húsfreyjan hefur brugðið sér í þægilegan heimaklæðnað ...


Maðurinn var óskaplega rogginn yfir sínu flókna þrívíddarpússli, sem hann lauk strax á aðfangadag (enda ekki það margir kubbar, fannst okkur sem glímdum við 1000 kubbana!)

 
 

Jólaboð Freyju var haldið á annan og lukkaðist vel.  Því miður náðist engin almennileg mynd af litlu systurinni frekar en vanalega, þessi mynd hefði verið hreint afbragð ef ekki hefði í forgrunni verið snöggklipptur risakollurinn á elsku manninum. 

Ég get þó staðfest að gestgjafafrúin leit afskaplega vel út þótt ekki hafi lukkast að festa það á mynd, utan þessarar (sem kann að stafa af því að Sölvi Karl sá mikið til um að taka myndir og hefur annan smekk á mótívum en við eldra fólkið, t.d. voru hátt í 10 myndir af huggulegu parkettinu gestgjafafjölskyldunnar).
 

Nanna og Sölvi voru auðvitað lang mest fótógen ...

sem sést einnig vel hér (og Nanna hefur brugðið sér í þægilegan heimaklæðnað þegar hér var komið veislu).

Ein enn af Nönnu af því hún er svo sæt :)

Þeir mágarnir ræddu alvarleg mál og voru gáfulegir ...

og ekki voru svilin?  þ.e.a.s. maðurinn og ungdoktorinn ábúðarminni á svip :)

Gestgjafinn segir eitthvað spaklegt ... annars komust þessi tvö tiltölulega lítið að þegar kominn var þokkalegur skriður í vaðal okkar systkinanna :)


Í veislunni Freyju var ég nákvæmlega jafn-flíruleg og á pússlmyndinni svo ég sleppi því að setja inn mynd af mér.  Unglingurinn er hundóánægður með allar myndir af sér og tekur ekki í mál að leyfa myndbirtingu. 
Gert 28. desember 2005