Myndir Hörpu
 
 
Árleg brenna Hreins og Guðrúnar í Ráðleysu, 1. júlí 2006

Barnungarnir með bók, sem ég heyrði þau halda fram að væri ævisaga Halldórs Laxness ... þeir voru mjög áfram um að brenna bókina ;)

Freyja  leggur börnum lið í bókabrennu. Stóra fólkið er, talið frá vinstri:
Hrefna, Gísli (föðurbróðir), Máni, Atli og Ragna.

Vífill, Nökkvi og Vala (á góðri stund, greinilega)

Vífill, Nökkvi og Vala, gáfuleg og hugsandi á svip ...

Einar, Gísli (mágur), Atli og Tryggvi (Trigger) ... Valdís frænka til hliðar.  Ég varð fjöðrum fengin yfir að hitta loksins Trigger, hafandi kannast við hann á Netinu frá 1991 en aldrei hitt hann í kjötheimum. (Valdísi hef ég hitt áður en minnir að hún hafi verið svona 2 - 3 ára þá ...)

Hálf Nanna, mamma, Ragna, Hrefna, Freyja og hálfur Gísli ...

Við systkinin, í aldurs- og stærðarröð (því neðar í systkinaröðinni því stærri, einhverra hluta vegna). Þetta eru sumsé ég, Ragna, Freyja og Einar. (Af hverju hafa litlu systurnar spenntar greipar?)

Önnur mynd af okkur systkinunum (það var djókað með að gott yrði fyrir DV, verði það endurreist, að hafa greiðan aðgang að fjölskyldumyndum á Vefnum ;)

Foreldrarnir komnir með ....

og önnur mynd af öllu settinu - uppstillingin eitthvað að gefa sig ...

Yngri deildin, þ.e. barnabörnin: Efri röð eru Máni, Vífill, Vala og Nökkvi; Neðri röð eru Sölvi, Sóley og Nanna.

Yngri deildin aftur ... þarna er Vala farin að ulla á ljósmyndarann ;)

Loks ein af Nönnu af því mér finnst hún alltaf svo sæt :)