Ferð Atla, Hörpu og Vífils á Strandir 16. - 17. júní 2006
![]()
Feðgar utan við Galdrasafnið í Hólmavík
![]()
Lönguhaus og vindgapi til hægri; Ef fer ekki að létta til hér á suðvesturhorninu gæti maður sossum prófað þennan galdur ;)
![]()
Þennan staf skal rista á lönguhöfuð með blóði úr hægri fætinum og skal bera það í með hrafnsfjöður. Síðan skal reisa höfuðið upp á stöng þar sem saman koma sjór og land í flæðarmáli og skal kjaftur löngunnar snúa í þá átt sem veðrinu er ætlað að koma úr.
![]()
Tilberaspeni á læri konunnar ... og tilberar til hægri (reikna með að þetta
sé vita-gagnslaus kúnst nútildags á tímum jurtates).![]()
Uppvakningur á Galdrasýningunni á Hólmavík.
![]()
Fornar- og nútímagaldragræjur á Galdrasýningunni ...
![]()
Drengbörn og heimspekingur við herta þorskhausa í Drangsnesi
Hér sjáumst við kerlingarnar, sú stærri ætlaði víst að draga Vestfirði burt. Ég læt mér nægja að draga að mér óhollustuna (var samt soldið að spá í að klóna yfir jurtapródúktið sem ég held á ...) Þetta er ekki sérlega góð mynd en það voru teknar svo fáar myndir af mér í ferðinni að ég varð að setja inn einhverja :)
Fyrir neðan eru piltungarnir og kerlingin.
![]()
Maðurinn paufast um rekann ...
![]()
Maðurinn reynir kraftana í rekanum ...
![]()
Maðurinn sýnist hafa krafta í kögglum ... eða þannig ...
![]()
Drengbörnin (Vífill og Gunnlaugur) eru víst að kukla ... þarna fyrir utan Kotbýli kuklarans. Sunnlenski piltungurinn gerir þetta eflaust alveg rétt enda vel verseraður í draugafræðum ýmiss konar.
![]()
Vífill, Atli, Elín og Gunnlaugur skoða skilti við Gvendarlaug hins góða. (Einhverra hluta vegna er engin mynd af Bjarna á minnisspjaldinu í myndavélinni - er hugsanlegt að Bjarni hafi verið þarna sem uppvakningur?)
![]()
Og þarna er laugin Gvendar - talsvert íburðarmeiri en Vígðalaug á Laugarvatni en í svipuðum stíl samt.
Gert 18. júní 2006