Myndir Hörpu
Ferð Hörpu, Atla og Mána um Snæfellsnes 11. júlí 2010
![]()
Aflraunasteinarnir á Djúpalónssandi
![]()
Máni leikur sér að Hálfdrættingi ...
![]()
En lagði Hálfsterk frá sér ... enda ekkert vit að togna helgina fyrir Laugavegshlaupið!
![]()
Dritvík gæti verið á Krít - hitastigið sést ekki á myndinni og litur hafsins minnir á Lýbíuhafið.
![]()
Bárðarskip og Dritvíkurklettur í Dritvík.
![]()
Feðgarnir að fjörulabba við Bárðarskip.
![]()
Dritvíkurklettur er flottur!
![]()
Atli við einhverja minj á gönguleiðinni milli Djúpalónssands og Dritvíkur. Sennilega er þetta ekki mjög forn minj.
![]()
Höfnin að Hellnum er lygn og bátlaus.
![]()
Kaffihúsið var hins vegar kjaftfullt en við náðum samt sætum og feðgar fengu fiskisúpu ... ég lét heimabakað brauð duga því ég graðga ekki í mig fiski á almannafæri, síst undir Jökli!
![]()
Á Hellnum er þessi flotti gatklettur og greinileg steingerð tröllahjón í veggnum fyrir innan.
![]()
Rétt hjá Hellnum, á gönguleiðinni yfir á Arnarstapa, er þessi hræðilegi útrásarvíkingslegi bústaður. Stapafell í baksýn en takið eftir Jin og Yang merkinu - OMG!
![]()
Máni myndar skarf, milli Hellna og Arnarstapa. Skarfurinn er á kletti lengst til hægri en Máni er á miðri mynd. Mér skilst að það sé mikil hamingja að geta myndað skarf.
![]()
Máni hefur lokið við skarfsmyndatöku. Hann var kominn með smá minnimáttarkennd, skinnið, því nokkrir aðrir ljósmyndarar á þessari gönguleið höfðu miklu vígalegri linsur; eiginlega minntu þær helst á sprengjuvörpur. Ekki skrítið að rekast á svoleiðis ljósmyndara klædda í amríska hermannafelubúninga að auki - leggjandi til ljósmyndaatlögu við selveste kríuna ...
![]()
Við Máni örkum í hrauninu milli Hellna og Arnarstapa.
![]()
Hér hefur maðurinn ákveðið að myndast á!
![]()
Atli prílar við Miðgjá. Ég hafði nokkrar áhyggjur af ljósmyndafíkn feðganna ...
![]()
Og hann skríður enn framar á brúnina. Fallið ofan í gatið er ansi hátt!
![]()
Atli við Draugalág. Þar kom Latínu-Bjarni Oddnýju pílu fyrir, reyndar í annað sinn því í fyrra sinnið sem hann kvað niður drauginn neituðu Hellnamenn að borga umsamið verð svo Bjarni vakti hana aftur upp. Í seinna skiptið borguðu þeir, þótt prísinn væri þá hærri enda draugurinn orðinn mun verri viðskiptis. Takið eftir hve Atli er tilhlýðilega alvarlegur á svona hættulegum stað.
![]()
Einhver bakpokaferðalangur var sennilega týndur ... við vorum spurð eftir slíkum og skömmu síðar sveimaði þyrla yfir gönguleiðinni. Hann hlýtur að hafa fundist.
![]()
Höfnin á Arnarstapa var ólíkt líflegri en sú á Höfnum. (Aftur á móti var kaffihúsamenning fátæklegri á Arnarstapa en Hellnum þannig að hvor hefur staðurinn sitt til ágætis.)
![]()
Ánægjulegt að sjá strandveiðibát frá Akranesi - og sjá hversu nálægt hann er okkar góðu nágrönnum.
Gert 12. júlí 2010