Myndasíða Hörpu
Ferð Hörpu og Atla til Samos og Patmos ásamt sunnudegi í Kaupmannahöfn, í júlí 2012
Við dvöldum í bænum Kokkari (eins og í fyrrasumar). Hér er vinsælasta myndefnið, í miðjum bænum.
Í Kokkari búa nokkur hundruð manns.
Atli fyrir utan gistihúsið okkar, Pension Gianis Peris. Gistihúsið reka þau ágætu hjón María og Kostas.
Við færðum þeim harðfisk og íslenskt brennivín að gjöf enda þáðum við af þeim góðan viðurgerning í fyrra. Þau
voru mjög hrifin af harðfiskinum en ekki farin að smakka brennivínið þegar við fórum. En til skýringar sagði maðurinn
að þetta væri íslenskt "súmó", það sem heitir rakí á Krít er súmó á Samos og veitingamenn afskaplega ósínkir á
þennan þjóðar-landa.Ég á svölunum fyrir utan herbergið okkar.
Útsýnið af svölunum. Maðurinn hefur greinilega samið um kukl-tíma morgundagsins og fagnar mjög.
Svo veður hann út í Eyjahafið græna ...
... og spjallar við innfæddan mannfræðing meðan golan þurrkar'ann ...
Suma daga var hávaðarok og sjógangur á ströndinni. Loftið var frískt, hitinn þægilegur og þurrkurinn brakandi.
Algeng sjón á ströndinni: Kuklarinn Ni-Ni nuddar Atla. Hann var hennar uppáhaldskúnni og mestur fastakúnna.
Snemma morguns þegar ég sat á svölunum og sötraði mitt kaffi og reykti mitt eitur og maðurinn enn sofandi gekk Ni-Ni
oft eftir ströndinni á leið til vinnu / kukls á næstu strönd. Brást ekki að hún setti upp stjörnubros og kastaði á mig kalimera,
af því ég var eiginkona hins dygga nuddkaupanda.Ef rok var okkar megin í Kokkari mátti ganga að eiðinu í þorpsjaðrinum og hinum megin við eiðið var spegilsléttur sjór.
Á leið eftir stígnum að helli Pýþagórasar. Það var um 40° hiti þennan dag ...
Hellir Pýþagórasar er hátt í hlíðum Kerkis (fjallsins til vinstri). Ég gafst upp og snéri við áður en ég stiknaði en maðurinn,
alinn upp í gróðurhúsum, klifraði alla leið upp í hellinn - sjá má myndir af afrekinuá hans myndasíðu.Meðan ég beið eftir að maðurinn skilaði sér (eða hvort hann skilaði sér?) dáðist ég að búskaparháttum afdalakotsins
efst í dalnum, þ.á.m. þessu farartæki sem ég hugsa að sé enn í notkun.Þrátt fyrir hitann sunnamegin á eyjunni lég ég mig hafa það að fylgja manninum á heimsenda ...
Veitingastaðurinn á heimsenda ...
og mjög uppgefin kófsveitt kona að bíða eftir gríska kaffinu sínu á heimsenda!
Stærsti kouros (stytta af ungum manni) Grikklands fannst í uppgreftri í Heruhofinu einhvern tíma um 1980. Hann er í
fornminjasafninu í Vathi-Samos (höfuðborg Samos).Ég hef ákveðið að sérhæfa mig í myndum af eiginmanninum og ljónum. Þetta ljón er á
Pýþagórasartorginu í Vathi-Samos.
Sjálf sérhæfi ég mig í kaffi. Þetta pínulitla kaffihús er rétt fyrir utan túristasvæðið í Vathi-Samos. Kaffihúsaeigandinn
er að ráða Súdóku. Húsið fyrir ofan sýnir hefðbundið byggingarlag á Samos: Steinum er hlaðið og örþunnt sementslag
á milli.Á Samos er kattafjöld eins og annars staðar á Grikklandi.
Við fórum í skoðunarferð til Patmos (tveggja og hálfs tíma sigling hvora leið). Hér sést Chora, háborgin. Gráa
byggingin er klaustur helgað Jóhannesi þeim sem hlotnuðust opinberanirnar. Fararstjórinn hélt því raunar staðfastlega
fram að þessi Jóhannes væri hinn sami og guðpjallamaðurinn Jóhannes og einnig sá sami sem kallaður er Sabbadeusson
og var einn postulanna.Hópurinn á leið að innganginum að hellinum sem Jóhannes dvaldi í þegar hann fékk sínar opinberanir og er sagður hafa
lesið þar fyrir Opinberunarbókina sem við hann er kennd. Ég er með innilokunarfóbíu og fór ekki oní hellinn en maðurinn
arkar þarna einbeittur og fullklæddur og staðfesti að sprungan eftir raust guðs sést prýðilega í hellisloftinu.En ég skoðaði klausturkirkjuna og af því orþódoxar þola ekki ber kvenhné á sínum heilögu stöðum fékk ég lánað
þetta forljóta pils hjá manninum í miðasölunni. Munkar þeir og prestar sem maður sá bregða fyrir kipptu sér
líklega ekkert upp við karlmannshné sem nokkrir í hópnum beruðu.Þrátt fyrir að Patmos sé háheilög eyja mátti sjá þessa kukl-auglýsingu niðri í Skala
(hafnarbænum). Ég væri alveg til í að prófa heimspekiráðgjöf :)Á skipinu á heimleið: Samos til vinstri, Tyrkland (strönd Anatólíu) til hægri.
Við stoppuðum sólarhring í Kaupmannahöfn á leið heim. Þar brast á með sólskini og þessi mynd var tekin á Strikinu,
sérstaklega til að sýna mannfræðingnum Fr. Dietrich.Ljón og Atli í Kaupmannahöfn.
Í Glyptotekinu var sýning heimsþekktra franskra myndhöggvara og málara. Hér eru tveir hugsuðir ...
og ég og áhyggjufullu borgararnir í Calais ...Og það var ekki hægt að sleppa því að fá mynd af sér með honum Beethoven blessuðum :)
Gert 2. ágúst 2012