[Spurningar úr einstökum köflum Bárðar sögu] [Bárðar saga Snæfellsáss]
 
6. kafli
Hver er Sigmundur þessi sem Bárður talar við í upphafi kaflans?  
Bárður nefnir tvær ástæður fyrir því að hann vill flytja frá Laugarbrekku.  Hverjar eru þær?  Útskýrðu þær.

Hvert flutti Bárður?


 

 

Af hverju var Lón Einar að abbast upp á Hildigunni?  Hvað aðhafðist Lón Einar gegn henni?
 
 

 

a) Hve margir menn fylgdu Lón-Einari?

b) Hve marga menn drap Einar Sigmundsson?

c) Hvað gerðist eftir að Einar Sigmundsson kallaði á Bárð sér til hjálpar?
 


 
 
 
 
 

 

Rektu ævi Bárðar í stuttu máli.  Fram þarf að koma:
Hvar fæddist Bárður?
Hvar ólst hann upp?
Hvar bjó  hann  á Íslandi? (Nefndu 2 - 3 staði.)
Er Bárður núna, þ.e. í lok 6. kafla, maður, guð, ás eða tröll?  Þú verður að rökstyðja svarið.   

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Gert í ágúst 2004.
Uppfært í maí 2010.
Harpa Hreinsdóttir.