Krossapróf 2 úr Bárðar sögu Snæfellsáss
Veldu einn réttan möguleika hverju sinni.
Ein eftirtalinna persóna var frá Kvænlandi. Það var
- Rauðgrani.
- Herþrúður.
- Raknar.
- Mjöll.
- Þúfa.
Helga Bárðardóttir lenti til Grænlands og dvaldi þar
- í Brattahlíð.
- í Vestri-Byggð.
- í Görðum.
- í Þjóðhildarmýri.
- á Eiríksstöðum.
Hetta gabbaði bónda nokkurn í róður og hugðist verða honum að bana. Þessi bóndi hét
- Einar.
- Ingjaldur.
- Lárus.
- Þórir.
- Skeggi.
Bræðurnir Bárður og Þorkell sættust heilum sáttum og dvöldu oft saman í Bárðarhelli, sem var í
- Hítardal.
- Botnsdal.
- Hafnardal.
- Brynjudal.
- Hnífsdal.
Móðir Kolbjörns var mikil óvættur sem hét
- Gilitrutt.
- Jóra.
- Skrukka.
- Skinnhúfa.
- Gýpa.
Gestur Bárðarson átti ágætan hund sem hét Snati. Hann fékk þennan hund að gjöf frá
- Jóru.
- Bárði.
- Helgu.
- Torfár-Kollu.
- Hít.
„Bárður fór norður á Hálogaland og hafðist þar við. Hann átti þrjár dætur við Flaumgerði, konu sinni. Hin elsta hét Helga, önnur ....“
Önnur dóttir Bárðar hét
- Þuríður.
- Þórunn.
- Þorgerður.
- Þórdís.
- Þóra.
„Piltarnir, Rauðfeldur og Sölvi voru úti. Þá var annar þeirra ellefu vetra en annar tólf. Bárður tók þá báða, undir sína hönd hvorn ....“
Síðan fór Bárður og
- drekkti þeim.
- hengdi þá.
- varpaði þeim fyrir björg.
- hálshjó þá.
- kyrkti þá.
Gestur og fleiri fara á fund Noregskonungs og lenda í ævintýrum í Noregi. Þá var konungur í Noregi
- Haraldur hárfagri Hálfdánarson.
- Ólafur helgi Haraldsson.
- Hákon Aðalsteinsfóstri Haraldsson.
- Ólafur Tryggvason.
- Haraldur gráfeldur Eiríksson.
Lágálfur Lítillardrósarson var oft með Bárði í ýmsum leikjum. Frásögn af því er dálítið ótrúleg því
- Lágálfur vann ævinlega alla leiki með fjölkynngi.
- Lágálfur gekk yfir hálft Ísland kvölds og morgna.
- Lágálfur gat gert sig svo smáan að hann sást ekki með berum augum.
- Lágálfur var í rauninni tröllkona sem gekk í karlmannsklæðum.
- Lágálfur gat breytt landslagi með augnaráðinu einu saman.