Þorgerður EgilsdóttirÞorgerður var dóttir þeirra Egils Skalla-Grímssonar og Ásgerðar Bjarnardóttur. Hún var fögur kona og vitur, en heldur skapstór.
Þorgerður giftist Ólafi pá Höskuldssyni þegar hún hafði aldur til og fluttu þau í Hjarðarholt í Laxárdal. Þau eignuðust mörg börn og eru Kjartan, sonur þeirra, og Bolli, fóstursonur þeirra, frægust, eins og lesendur Laxdælu munu kannast við. Þorgerður kemur líka fyrir í Gunnlaugs sögu ormstungu því hún tók við Helgu hinni fögru þegar Þorsteinn faðir hennar (og bróðir Þorgerðar) vildi láta bera hana út.
Þorgerður bjargaði lífi Egils, föður síns, þegar hann hugðist svelta sig í hel. Hann launaði henni vel.