Þórólfur Úlfsson var "manna vænstur og gervilegastur; hann var líkur móðurfrændum sínum, gleðimaður mikill, ör og ákafmaður mikill í öllu og hinn mesti kappsmaður. Var hann vinsæll af öllum mönnum." Glæsimennið Þórólfur stundaði víkingaferðir uns hann hélt til hirðar Haralds konungs hárfagra.Þórólfur kvæntist Sigríði í Sandnesi, sem þá var ekkja eftir besta vin Þórólfs. Hann tók jafnframt við búi þessa vinar síns að Torgum og embætti sem skattheimtumaður konungs á Finnmörk.
Hildiríðarsynir rægðu Þórólf sem leiddi til illinda milli hans og Haralds konungs. Málalyktir urðu þær að konungur vó Þórólf, árið 890, en þá var Þórólfur aðeins 32 ára gamall.