[Landnám Skallagríms] [Kort úr Egils sögu]

Einarsnes


Myndin er tekin af bæjarhólnum í Einarsnesi.  Hér rak lík Böðvars, sonar Egils Skallagrímssonar, á land.  Hann hafði verið á kaupstefnu að Hvítárvöllum en í þann tíma var Hvítá skipgeng, en drukknaði á leiðinni heim.  Hvítárvellir sjást ekki á myndinni en eru einhvers staðar í stefnu lengst til hægri.  Egill fann son sinn látinn og reið sjálfur með hann í fanginu niður í Borgarnes, þar sem hann var lagður í haug Skallagríms.
 
 

Uppfært í apríl 2010
Harpa Hreinsdóttir