InngangurÞessi ritsmíð er hugmyndagrundvöllur að handriti fyrir efni um Egils sögu á margmiðlunarformi. Henni fylgir sýnishorn af slíku margmiðlunarefni á geisladiski. (Opna skal geisladiskinn í sæmilega nýrri útgáfu af vefsjá og fyrsta síðan heitir adalsida.htm.)
Undanfarin ár hefur það verið opinber stefna íslenskra stjórnvalda að stuðla sem mest að notkun upplýsingatækni á Íslandi, einkum í skólum. Í riti Menntamálaráðuneytisins, Í krafti upplýsinga, þar sem stefna ráðuneytisins í upplýsingatækni kemur fram, segir m.a.:
Aukin verði útgáfa á frumsömdum íslenskum kennsluhugbúnaði og fræðsluefni á geisladiskum.Því miður hefur þetta ekki gengið eftir enn og er fátt um fína drætti í tölvutengdu námsefni í íslensku við framhaldsskóla. Þessi tilraun mín til að gera margmiðlunarefni um Egils sögu er liður í að bæta úr skorti á tölvutengdu námsefni og auka fjölbreytni efnis um Íslendingasögurnar. Ég geri ráð fyrir að efnið liggi frammi á vefnum, þótt sýnishorn þess fylgi ritgerðinni á geisladisk, en ég mun vinna talsvert að gerð þess nú í sumar. Líklega verður fyrsta útgáfa efnisins tilbúin í septemberbyrjun í haust.
Á boðstólum verði mikið og gott úrval af kennsluhugbúnaði og tölvutengdu námsefni í ýmsum námsgreinum.Fátt hefur verið skrifað um texta á tölvutæku formi á íslensku. Þess vegna byrja ég á að fjalla um helstu einkenni þess konar texta, í 1. kafla ritgerðarinnar. Í öðrum kafla fjalla ég um kenningar um munnlega geymd og það sem munnleg frásagnarhefð á sameiginlegt með vefnum. Í þriðja kafla geri ég síðan grein fyrir hugmyndum mínum um hvernig koma megi efni um Egils sögu, sem nýtist fyrst og fremst framhaldsskólanemendum, á margmiðlunarform. Að lokum eru svo stutt lokaorð.