Lúfa - 1. tölublað


22. ágúst 860

Er Björgólfur kominn með gráa fiðringinn?

Heyrst hefur að Björgólfur hafi kúgað Högna til að gifta sér dóttur Högna, Hildiríði. Eins og margir vita er kona Björgólfs dáin og Hildiríður er mun yngri en Björgólfur. Einnig heyrðum við að það eigi að sleppa allri trúlofun og gifta þau strax. Björgólfur vill greinilega ekki bíða með að fá Hildiríði. Er hann kominn með gráa fiðringinn!?


14. ágúst 885

Bárður Brynjólfsson dauðvona?

Ónefndur heimildamaður hefur sagt okkur að Bárður sé dauðvona eftir bardagann í Rogalandi með konungi. Hann særðist illa og virðist ekki ætla að ná sér af sárum sínum. Svo virðist sem Bárður ætli að arfleiða Þórólf Kveld-Úlfsson að búi sínu of fjölskyldu en eins og margir vita eru þeir góðir vinir og nánir.

14. september 886

Þórólfur í valdaleit?

Sögur segja að Þórólfur Kveld-Úlfsson hafi reynt að drepa Harald konung í veislu sem hann hélt konungi í sumar. Þórólfur hafði safnað saman 500 manns og voru það 200 fleiri en menn konungs. Veislan var haldin í hlöðu Þórólfs en ekki í heimahúsi eins og venja er. Sagt er að Þórólfur hafi ætlað að brenna kóng inni en hann tímdi ekki að brenna húsið sitt. Ekkert varð úr þessum áformum því menn konungs voru vopnaðir allan tímann. Þórólfur lagði höfuðið í bleyti og reyndi að finna leið út úr þessu. hann ák vað að lokum að gera gott úr þessu og bíða betra færis seinna svo hann mildaði konung með því að gefa honum skip sitt.

19. maí 888

Hildiríðarsynir svíkja konung?

Eins og margir vita þá hefur Haraldur konungur látið Hildiríðarsyni fá bæinn Torga (sem faðir þeirra átti) og þeir eru líka orðnir skattheimutmenn í Finnmörk, en Þórólfur Kveldúlfsson var áður skattheimtumaður í Finnmörk. Hildiríðarsynir virðast hafa logið um Þórólf til að fá arf sinn eftir föður sinn sem þeir fengu aldrei. Svo heyrðum við um daginn að Hildiríðarsynir hafi komið með mun minni skatt frá Finnmörku en Þórólfur kom með áður. Þeir afsökuðu sig með því að ljúga um Þórólf. Greinilegt er að Hild iríðarsonum er ekkert um Þórólf gefið og þeir ætli sér að svíkja konung með því að hirða skattinn hans og græða á því.

31. ágúst 891

Flúið úr landi

Nú eru Skalla-Grímur og Kveld-Úlfur fluttir til Íslands. Þeir gátu ekki farið án þess að hefna Þórólfs svo þeir réðuust á skip frá konungi og drápu nær alla áhöfnina. Gengu þeir báðir berserksgang á skipinu segja menn að vígvöllurinn hafi litið út eins og eftir sprengju. Ekki eru þeir feðgar þeir hjartahlýjustu því þeir rifu í sig meðal annars 10 og 12 ára stráka sem voru synir Guttorms, fóstra Haralds konungs. Eftir þetta drifu þeir sig til Íslands til að hefja nýtt líf. Á leiðinni dó Kveld-Úlfur úr þreytu. Ekki hefur neitt frést af Skalla-Grími.

Skalla-Grímur leggur í hann

2. tölublað