ÍSL 313
18. mars 1996
Vefsíður um Egils sögu - 2. verkefni
Hér á eftir fer listi yfir verkefni sem vinna þarf úr Egils sögu. Miðað er við kafla 30. - 55. Æskilegt er að öll verkefnin verði unnin og því bendi ég á að því fleiri sem velja eitthvert verkefni því harðari verður samkeppnin! Ég mæli með því að þið vinnið þessi verkefni 2-3 saman í hóp.
Kynning á Eglu. Hér þarf að semja stutta kynningu um Eglu; Út á hvað gengur þessi saga eiginlega?
Stutt æviágrip Egils til þessa. Miðað er við að bætt verði við þetta æviágrip seinna. Úr því eiga svo að vera tilvísanir/tenglar í aðrar síður þar sem fjallað er um einstaka þætti í fari Egils, þannig að það má ekki vera of ítarlegt.
Lúfa, 2. tölublað. Það vantar svona 5- 6 fréttir í Lúfu!
Gula pressan, 2. tölublað. Einnig vantar 5-6 fréttir í Gulu pressuna (og þótt það eigi að vera skandall í hverri frétt, a la Ragnar Reykás, þá mega þær ekki vera of klæmnar!)
Egill í æsku. Hér á að lýsa því hvers konar barn og unglingur Egill var.
Samkomulag Egils við aðra: Hvernig gengur Agli að lynda við annað fólk? Á hann vini? Þykir einhverjum vænt um hann? Hvernig er samkomulag hans við foreldra og systkini? En við hitt kynið?
Ásgerður: Hún skiptir Egil talsverðu máli. Lýsið henni eftir því sem hægt er, rekið æviferil hennar og segið sögu foreldra hennar.
Víkingurinn Egill; Lýsið víkingaferðum Egils, t.d. hvert hann fór, og reynið að draga fram hvað fólst í dæmigerðri víkingaferð. Hvernig á þessi atvinna við skapgerð Egils?
Þórólfur Skalla-Grímsson: Lýsið honum að svo miklu leyti sem þið getið og reynið að draga fram að hvaða leyti þeir Egill eru ólíkir. Hvernig kemur þeim saman? Hvernig eru ævilok Þórólfs?
Myndir: Nú verða allir tækir teiknarar að bretta upp ermar og hefjast handa! Það vantar fullt af myndum, sbr. lista hér á eftir:
Mynd af Agli í barnæsku
Kort sem sýnir víkingaferðir Egils
Mynd af víkingnum Agli
Kort af Englandi, með skýringum
Mynd af Ásgerði
Uppdráttur af landnámi Skalla-Gríms
Mynd af Þórólfi og Agli saman
e.t.v. fréttamyndir í Lúfu og Gulu pressuna