Í bréfunum er fjallað um utanför Höskulds og hvernig hann hafði það þar, áhrif Melkorku á hjónaband þeirra Jórunnar og Höskulds og sífelldar hótanir Jórunnar í garð Melkorku út af samskiptum hennar við Höskuld.
Höskuldur er í Noregi þegar hann skrifar bréfið sitt en bréf þeirra Jórunnar og Melkorku eru rituð hér á landi, þá stuttu eftir að Melkorka átti Ólaf.
Þeim ''vinkonum'' kemur einkar illa saman, og leiðir ósætti þeirra til bréfaskriftanna þeirra á milli
Jæja, þá er ég loks kominn út til Noregs. Reyndar er ég búinn að vera hér í tvo mánuði þegar þetta bréf er skrifað. Utanferðin gekk vel og eru allir um borð við góða heilsu.
Hér er reglulega fínt að vera, gott veður, vingjarnlegt fólk og vægast sagt frábærar veislur, og reyndar var ég að koma úr einni slíkri þegar ég sit hér og rita þetta bréf, og er ég allkenndur ennþá.
Stuttu eftir að ég kom hingað þá fór ég á kaupstefnu á eyju hér skammt frá landi. Þar var þessi fína veisla. Ég hitti þar Hákon konung og átti ég við hann stutt spjall um kaup á timbri sem ég ætlaði mér að fá. Hann er þessi fíni karl. Svo má nú ekki gleyma því að ég hitti þarna frændur mína frá Danmörku sem ég hef ekki séð í tíu ár. Við skemmtum okkur saman þarna á kaupstefnunni, og að henni lokinni þá skildust leiðir okkar og ég fór til baka á fastalandið.
Ég keypti eina ambátt fyrir heimilið í gær. Þetta er hin vasklegasta stúlka og held ég að hún eigi eftir að vera fín í heimilisstörfum á Höskuldsstöðum. En þó er einn ókostur við stúlkuna, hún segir ekkert. Ég held samt ekki að hún sé mállaus.
Þó svo að ég sé umkringdur frændfólki og vinum. þá er einveran að þjaka mig. Ekki grunaði mig að það yrði allt svo einmanalegt þegar þú ert ekki hjá mér. Ég sakna þín mjög mikið og bið ég þess dags með óþreyju þegar við hittumst aftur. Ég hef núna nánast lokið mínu erindi hingað og bíð ég bara eftir því að konungur láti mig fá timbrið og þá held ég heim. Ég bið að heilsa heim, sjáumst fljótt aftur.
Ástæða þessa bréfs ætti ekki að vera þér ókunn. Ég líð þetta ekki lengur. Ég ætla ekki að sitja út í horni og láta þig ræna manninum mínum frá mér. Hvað heldurðu að þú sért?
Þú ert ekkert annað en ambáttardrusla með barn. Það vildi enginn sjá þig fyrr en hann Höskuldur minn sá þig hýrast í einhverri tjalddruslu. Hann ákvað bara af vorkunnsemi að kaupa þig. Svo þegar hingað á Höskuldsstaði var komið, þá er bara lagst í leti og ekkert gert! Það mætti að halda að þú værir einhver bévítans prinsessa. Þykist of góð til að vinna og svo reynir þú bara og reynir við hann Höskuld minn, og hann er minn - það skaltu vita.
Ef þú ferð ekki að breyta háttum þínum og ferð að vinna þá er mér að mæta og þá er ég ekki að spauga. Ég veit alveg að þið sváfuð saman í Noregi. Höskuldur greyið var búinn að vera lengi einsamall og var hann örugglega vel kenndur þegar þið voruð saman, hann vissi ekki hvað hann var gera. En nú veit hann hvað á að gera og það er að elska mig og hugsa um mig, svo að þú skalt láta hann í friði.
Þannig að svona liggja málin, þú lætur Höskuld í friði, ferð að vinna eitthvað hér á heimilinu og síðan og síst þá heldur þessum strákbjána þínum frá mér og minni fjölskyldu!
Vonandi skilurðu þetta!
Elsku Dössi!
Ég skrifa þér þetta bréf út af því að ég þoli þetta nú varla lengur. Það sem ég á við er að hún Jórunn er að gera mig alveg brjálaða. Eftir að þú sagðir henni að ég og þú sváfum saman, þá hefur hún ekki látið mig í friði. Hún er sífellt að jagast í mér um atriði sem eru öllum ókunnug nema henni. Og það sem gerði útslagið var bréf sem hún sendi mér ekki fyrir alls löngu síðan. Í því bréfi er hún að hóta mér öllu illu ef ég hætti ekki að ´´hitta´´ þig. Hitta þig? Ég geta varla talað við þig því að hún er alltaf í næsta nágrenni.
Þú verður að fara að passa það hún komist alls ekki í mjöðinn, og þá kannski minnka þessi bölvuðu læti í henni. Því að eins og þú veist þá eru þessi læti ekkert annað en drykkjulæti og afbrýðisemi. Og hvað ætti Jórunn að vera afbrýðisöm út í? Ég veit að við sváfum saman út í Noregi og eignaðist ég Ólaf í kjölfar þeirrar nætur. En eftir þá nótt þá höfum við ekkert verið saman, en því miður þá heldur þessi snarruglaða eiginkona þín annað.
Frá mínum sjónarhóli séð þá verð ég að segja að ef þessi skrípalæti halda áfram þá verð ég að biðja þig Höskuldur að láta mig og Ólaf laus og leyfa okkur að lifa okkar eigin lífi. Ástæðan fyrir því að ég bið þig um sjálfstæði er sú að ég er orðin hrædd um að Jórunn fari að gera eitthvað sem að ég, Ólafur eða við bæði, verðum fyrir barðinu á. Ég er hrædd um líf okkar.
Þú hlýtur að sjá að er ekki í lagi þegar ég þarf að fara senda þér bréf, þegar við búum á sama bæ.
Höskuldur, ég hvet þig til að taka á þessu máli og mundu að það er þinn eigin sonur sem elst upp við þetta rugl.