Mig langar að senda þér smábréf til að reyna að útskýra fyrir þér það sem ég ætla að segja þér betur í næstu viku þegar ég kem til þín. Ég er ekki að reyna að særa þig með orðum mínum en staðreyndin er ekki alltaf góð. Þegar ég var úti í Noregi með Kjartani átti hann vingott við Ingibjörgu konungssystur. Þau voru miklir vinir, vægast sagt. Ég mátti að vísu ekki segja þér frá þessu en mér finnst ég vera að gera rétt með því að segja þér þetta. Ég vil að þú hugleiðir þetta og svo kem ég í næstu viku og þá getum við talað saman um þetta og margt annað sem mig langar að ræða við þig. Að lokum vil ég biðja þig um að hata mig ekki fyrir að hafa sagt þér þetta. Ég held að ég sé að gera þér gott með því.
Bið að heilsa í bili
Elsku Kjartan
Mikið er langt síðan ég sá þig. Þú ert búinn að vera svo lengi í Noregi. Ég bíð þín eins og þú baðst mig um - það er vonandi stutt í heimferð þína.
Ástæðan fyrir þessu bréfi er sú að mig langaði bara að láta þig vita af mér og hvað ég sakna þín. Önnur ástæða er að vísu til staðar og hún er sú að Bolli hefur sagt mér, eftir að hann kom heim, að þú eigir vingott við Ingibjörgu konungssystur en auðvitað trúi ég því ekki svo glatt. Mig langaði bara að segja þér hvað hann hefði sagt á þinn kostnað.
Jæja, hér heima hefur ekki mikið gerst svo að ég yrði þér þakklát ef þú myndir senda mér nokkrar línur til að láta vita af þér þarna í útlandinu og láta mig vita að ég þurfi engar áhyggjur að hafa. Ég hitti Bolla í gær. Við erum góðir vinir þó svo að ég sé óánægð með hvernig hann talaði um þig. Eruð þið ekki vinir enn, frændurnir?
Jæja, nú ætla ég að fara að hætta þessum skriftum vegna þess að þetta skinn er eitthvað að stríða mér og blekið er allt að fara út um allt. Hlakka til að sjá þig, minn kæri.
Kæra Guðrún
Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir bréfið. Það var gaman að fá að vita hvað þú saknar mín mikið. Ég nenni ekki að vera að ræða um í bréfinu vitleysuna sem Bolli lét út úr sér um mig.
Héðan frá Noregi er annars allt gott að frétta og mér gegnur þokkalega. Öllum líður vonandi vel þarna heima og þú skalt endilega skila kærri kveðju til foreldra minna frá mér.
Við frændurnir erum enn vinir og ég skil ekkert í Bolla að vera að segja þér svona lagað. Við Ingibjörg erum bara mjög góðir vinir svo þú þarft litlar sem engar áhyggjur að hafa.
Ég ætla að fara að ljúka skriftum mínum en það er nú samt ekki skinninu að kenna, - það er alveg fyrsta flokks, - heldur skortir mig umræðuefni.
Hlakka til að koma heim, mín kæra.