Kæra Ingibjörg
Heimferðin gekk sem best var á kosið en fréttirnar sem ég fékk þegar ég kom heim komu frekar illa við mig. Guðrún hafði gifst Bolla, uppeldisbróður mínum, í fjarveru minni, en þar sem ég er slíkt stórmenni lét ég sem ekkert væri. En þú skilur að ekki get ég komið til Noregs og gifst þér, þrátt fyrir að ég unni þér heitt. Það eru ýmis mál sem ég þarf að útkljá hér á Íslandi og þar ber hæst brúðkaup Bolla og Guðrúnar. Ég þarf að sanna það að ég er mesti höfðingi sem Íslendingar hafa eignast og það skal e nginn komast upp með það að stela frá mér konuefninu.
Ég og Bolli höfum gengið í gegnum súrt og sætt saman og finnst mér hann hafa komið aftan að mér í þessu máli og ekki hefur ást Guðrúnar verið heit fyrst hún gat ekki beðið eftir mér meðan ég var að eflast og þroskast á erlendri grund og auka hróður minn á Íslandi því fæstir hafa gert það jafn gott og ég. Þau eiga eftir að sjá eftir þessu því ég á eftir að hefna mín grimmilega. Bolli er búinn að reyna að blíðka mig og vildi endilega gefa mér einhver hross sem eru kannski ágæt en ekki ætla ég að þiggja neitt af þessum manni sem var mér svo kær!
En ég farinn að skilja af hverju Bolli vildi drífa sig til Íslands. Hann vissi hug minn til Guðrúnar og sjálfsagt hefur hann fellt hug til hennar líka og ákveðið að skáka mér á þennan hátt en honum skal ekki verða kápan úr því klæðinu. Þó hann hafi fengið Guðrúnu þá er ég bestur og það veist þú, mín kæra Ingibjörg. Hver framtíðin verður veit ég ekki en alltaf mun mér þykja jafn vænt um þig og vona ég að hugsir hlýlega til mín.
Kæri Kjartan
Hér er mikils að sakna eftir að þú fórst til Íslands, sakna ég mest verðugs andstæðings í öllu, því það kemst enginn nálægt þér að afli eða gáfum. Það hefði verið betra ef þú hefðist sest að hér í Noregi, þú hefðir notið þín mikið betur hér við hirðina hjá mér heldur en á þessu skeri sem kallað er Ísland. Og ekki hefði verið verra ef þú hefðir gifst systur minni henni Ingibjörgu. Hún litur varla á neina biðla lengur enda þurfa þeir að hafa mikið til brunns að bera ef þeir eiga að komast með tærnar þar sem þú hefur hælana. En ég virði þá ákvörðun þín að halda tryggð við þín ættjörð og þína heittelskuðu Guðrúnu Ósvífursdóttur.
Það er nú þannig að fólk snýr oftast aftur á sínar heimaslóðir þó að því sé boðið gull og grænir skógar í öðrum löndum. Ég vona bara að þér farnist vel, en ég verð að segja þér frá því að það er einhver beigur í mér í sambandi við framtíð þína og vil ég biðja þig fyrir alla muni að fara varlega og bera ávallt sverðið sem ég gaf þér að skilnaðargjöf, því það er trú mín að meðan þú berir sverðið muni engin hætta að þér steðja. Þú skalt alltaf muna að hér átt þú þér trygga bandamenn og ef það er eitthvað se m ég get gert fyrir þig skaltu bara láta vita, en eins og samgöngunum er háttað þá veit ég ekki hvort ég get orðið þér að liði í tíma, veðrið er oft svo óútreiknanlegt að ekki er hægt að segja nákvæmlega til um ferðatíma skipanna. Við skulum bara vona að það muni aldrei liggja svo mikið á aðstoð minni.
Elsku Kjartan
Mikið sakna ég þín, allt er svo tómlegt hér eftir að þú fórst en það er svona oft að ekki fær maður allt sem hugurinn girnist þótt að ég sé konungssystir. En ég veit að ef ég hefði hitt þig áður en þú kynntist Guðrúnu hefðu hlutirnir kannski farið öðruvísi. En tíminn læknar öll sár og vona ég að þú verðir hamingjusamur á Íslandi með Guðrúnu þér við hlið. Mig langar að vita hvernig henni líkar moturinn og segðu mér allt um brúðkaupið ykkar. Ég get þá kannski ímyndað mér hvernig brúðkaup fara fram á Ísla ndi. Það er mér óljúft að viðurkenna að mig langar til að vita allt um ferðir þínar og samband ykkar Guðrúnar. Það er nefnilega þannig að þegar maður elskar einhvern svona mikið vill maður vita sem mest um hann og hans hagi.
Kannski á ég eftir að koma til Íslands einhvern daginn. Það er ekki auðvelt að sjá fyrir sér svona framandi land eins og Ísland þó að þú hafir lýst því svo fjálglega fyrir mér í okkar svo mörgu skemmtilegu samtölum sem við áttum saman. Svo langar mig mjög mikið til að hitta Guðrúnu. Hún hlýtur að vera mjög stórbrotin kona því ekki hefðir þú orðið ástfanginn af venjulegri bóndadóttur, þú með alla þína hæfileika, glæsilegu framkomu og fas. Það eru sennilega fáir eins glæsilegir karlmenn á Íslandi og þú, Kjartan Ólafsson, og Guðrún má vera ánægð með að verða kona þín. Með ósk um bjarta framtíð.