Búferlaflutningar

Nú nýlega, nánar tiltekið þann 18. júní, flutti Ólafur Höskuldsson, ásamt konu sinni, Þorgerði Egilsdóttur, að Hjarðarholti í Laxárdal. Ólafur og Þorgerður bjuggu áður á Goddastöðum. Þetta teldist ekki til tíðinda nema vegna þess að þær sögur fóru af að flutningarnir hefðu verið með miklum glæsibrag. Sagt var að hjörð Ólafs hefði náð á milli bæjanna Hjarðarholts og Goddastaða.

Til þess að fá nánari fréttir af þessu leit ég inn til Höskuldar, föður Ólafs. Hann sagði okkur að Ólafur hefði sent þeim á Höskuldsstöðum boð á þá leið að hann væri að fara að flytja og bað þau að vera úti á hlaði þegar hann færi hjá. Höskuldur sagði að það hefði verið mikill glæsibragur á hjörð Ólafs þegar hún náði í einfaldri röð milli bæjanna og sýnir þetta hve Ólafur Höskuldsson hefur vaxið af utanferð sinni.