Atburðurinn varð þegar Kjartan var á leið sinni í gegnum Hafragil í Sælingsdal. Bolli, fóstbróðir Kjartans, og hans menn, Laugamenn, gerðu honum fyrirsát. Að sögn smalasveins Þorkels, sem bjó að Hafratindum í Sælingsdal, voru þeir tveir að gá til hrossa, þegar þeir sáu fyrirsátina. Smalasveinninn hugðist vara Kjartan við, en Þorkell neitaði og fyrir það var hann síðar veginn af bræðrum Kjartans.
Smalasveinninn lýsti málsatvikum þannig: "Kjartan stökk þegar af baki og hóf bardagann, en hvorki gekk né rak og stóð Bolli hjá. Kjartan spurði þá Bolla til hvers hann hefði komið, ef hann ekki hygðist berjast og greip þá Bolli til Fótbíts og fór í móti Kjartani. Kjartan kastar þá vopnum og veitti Bolli honum banasár. Sá Bolli þegar eftir verkinu og lýsti vígi á hendur sér."