Þingfréttir

Á síðasta Þórsnesþingi voru Ósvífurssynir dæmdir sekir um morðið á Kjartani Ólafssyni.

Það var að vísu Bolli Þorleiksson sem orðið hafði Kjartani að bana, en Ólafur pá hélt yfir honum hlífiskildi því að Bolli er fóstursonur hans. Að sögn Ólafssona voru þeir ekki sáttir við þessa afstöðu föður síns og áttu erfitt með að sætta sig við að Bolli væri samhéraðs við þá.

Ósvífurssynir fóru til útlanda þetta sama sumar og kom enginn þeirra aftur til Íslands.