Þegar Loki, Óðinn og Hænir ákváðu
að kanna heiminn komu þeir að fossi einum og drap Loki þar
otur sem át þar blundandi. Er þeir komu að bæ
einum, þar sem maður að nafni Hreiðmar bjó, fór
Loki að monta sig af veiðinni og kom þá í ljós
að oturinn var sonur Hreiðmars. Hann heimtaði að þeir
myndu hylja belg otursins með rauðu gulli, í sonarbætur.
Loki reddaði gullinu hjá dverg sem hét Andvari. lagði
dvergurinn dauðaálög á sérstakan hring sem
lenti svo í höndum Hreiðmars. Hreiðmar neitaði
að deila gullinu með sonum sínum, þeim Fáfni
og Regin og drápu þeir því föður sinn.
Álög dvergsins voru því strax farin að virka.
Fáfnir eignaði sér allt gullið og fór upp
á Gnitaheiði, brá sér í ormslíki
og lagðist á gullið. Reginn fékk Sigurð, fósturson
sinn, til að drepa Fáfni og hafði Sigurður lúmskan
grun um að Reginn ætli að drepa sig einnig. Sigurður
varð því fyrri til og eignaðist þar með
gullið.
Sigurður fékk Guðrúnar
Gjúkadóttur og gekk í fóstbræðralag
með bræðrum hennar, þeim Gunnari og Högna.
Gunnar langaði að eignast Brynhildi, systur Atla
Húnakonungs, en til þess þurfti hann að ríða
vafurlogann, sem hann var ekki fær um. Brá Sigurður Fáfnisbani
þá sér í Gunnars líki og reið logann
fyrir hann og gaf henni gullhringinn. Seinna komst hún að svikum
Gunnars og Sigurðar í gegnum Guðrúnu. Brynhildur
manaði Gunnar og Högna til að drepa Sigurð, sem þeir
gátu ekki vegna fóstbræðralags þeirra. Fengu
þeir þá bróður sinn, Gotþorm, til að
framkvæma verkið. Brynhildur framdi þá sjálfsmorð
eftir að hafa áttað sig á ást sinni á
Sigurði. Gunnar og Högni fengu gullið og Atli Húnakonungur
giftist Guðrúnu.
- Því sem á eftir fer er lýst í Atlakviðu.-